Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1424
Þátttakendur í könnuninni voru 133 nemendur í fimmta til sjöunda bekk í einum grunnskóla í 2700 manna bæjarfélagi. Nemendurnir svöruðu spurningalista um ýmsa þætti eins og félagslega þátttöku í skipulögðu félagsstafi, hvernig þeir fara í skóla, hvaða íþróttir og tómstundir þeir stunda og hversu mikið þeir nota tölvur og horfi á sjónvarp. Í ljós kom að ekki var fylgni á milli þyngdar og félagslegrar þátttöku í skipulögðu starfi, þyngri börnin eru að æfa eða stunda íþróttir og tómstundir oftar í viku en þau léttari. Þátttaka barnanna í skipulögðu félagsstarfi, íþróttum og tómstundum, í heildina verður að teljast mjög góð. Niðurstöður sýna að yfirleitt er töluverður munur á árgöngum og á kyni og einnig á kyni í sömu bekkjardeild. Þá kom fram að börnin eru að eyða töluverðum tíma í sjónvarp og tölvur og fer meiri tími í sjónvarpsáhorf en tölvuna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
(Microsoft Word - Eru b.pdf | 499,56 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
(Microsoft Word - Vi.pdf | 115,65 kB | Opinn | Fylgigögn | Skoða/Opna |