en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/1426

Title: 
 • is Tengsl ofbeldis og heilsu : hefur ofbeldi áhrif á heilsu þolandans og ef svo er hvernig áhrif hefur það?
Abstract: 
 • is

  Í þessu verkefni er fjallað um þau áhrif sem það að upplifa ofbeldi getur haft á heilsu þolandans ásamt rannsókn sem höfundur gerði árið 2007 um það efni.
  Þátttakendur rannsóknarinnar voru þeir sem voru á póstlistum fjögurra samtaka sem aðstoða þolendur andlegs-, líkamlegs- og kynferðislegs ofbeldis.
  Markmið rannsóknarinnar var að fá íslenskar staðreyndatölur um hvort og þá hvernig, áhrif ofbeldi hefur á heilsu þolandans.
  Gerð var megindleg rannsókn og bárust 110 svör. Þar kom fram að 15 þátttakenda sögðust ekki hafa upplifað ofbeldi en 95 sögðust hafa upplifað ofbeldi.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þeir sem hafa upplifað ofbeldi höfðu í 85% tilfella merkt við fleiri en fimm andlega og líkamlega heilsufarskvilla og um þriðjungur þeirra fleiri en fimmtán, ásamt því að þeir stunduðu sjálfskaðandi hegðun, s.s. átröskun, áfengismisnotkun og eiturlyfjanotkun. Af því má draga þá ályktun að ofbeldi hefur mikil áhrif á heilsu þolandans og eykur líkurnar á því að hann stundi sjálfskaðandi hegðun.

Accepted: 
 • Nov 27, 2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1426


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
HHG_Heildartexti.pdf1.33 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
HHG_Kapa.pdf44.7 kBOpenKápaPDFView/Open
HHG_titilsida (front).pdf19.87 kBOpenTitilsíðaPDFView/Open
HHG_Lokaverkefni inngangur.pdf61.46 kBOpenInngangurPDFView/Open