is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14269

Titill: 
 • Handbók í verkefnastjórnun fyrir Stjórnarráðið
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessu 30 eininga lokaverkefni í stjórnsýslufræðum er m.a. fjallað um sögu verkefnastjórnunar og gerð handbókar í verkefnastjórnun fyrir Stjórnarráð Íslands, auk þess sem lögð eru fram lokadrög að handbók í verkefnastjórnun sem verður hýst á innri vef Stjórnarráðsins og aðgengileg öllum starfsmönnum.
  Handbókin sem hér um ræðir, Handbók í verkefnastjórnun fyrir Stjórnarráðið, var unnin í samráði við starfshóp ráðuneyta um gæða- og verkefnastjórnun sem samanstóð af fulltrúum úr öllum ráðuneytum. Að auki var leitað eftir handbókum og upplýsinga aflað um notkun verkefnastjórnunar hjá ráðuneytum á Norðurlöndum; í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi. Upplýsingar gefa til kynna að verkefnastjórnun er einna helst nýtt í verkefnum tengdum upplýsingatækni en vilji er fyrir hendi til að gera slíkt hið sama við fleiri tegundir verkefna, líkt og Handbók í verkefnastjórnun fyrir Stjórnarráðið er ætlað að gera. Handbókin ber vott af aðferðafræði PRINCE2, líkt og þær handbækur sem notaðar voru sem fyrirmyndir við gerð hennar, en PRINCE2 hefur mikið verið nýtt við verkefnastjórnun opinberra verkefna í Evrópu á síðastliðnum áratugum. Handbókin inniheldur að auki eyðublöð sem þykja henta verkefnum og vinnulagi Stjórnarráðsins og í henni er fjallað um ýmis hugtök er tengjast verkefnastjórnun.
  Mikill vilji er til áframhaldandi innleiðingar á aðferðafræði verkefnastjórnunar innan Stjórnarráðsins og ritun handbókarinnar var liður í því að kynna aðferðafræðina fyrir starfsmönnum og samræma vinnubrögð við vinnu og stýringu verkefna. Handbókinni er ætlað að vera lifandi skjal sem taka mun breytingum jafnt og þétt samhliða því að þekking á verkefnastjórnun eykst og nýir straumar og aðferðir bætast í reynslubankann.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this Master Thesis (30 ETSC units) in Public Administration at the faculty of Social Sciences at the University of Iceland is the writing of A guide in Project Management for the Government Office of Iceland, including a brief history of Project Management among other things. The final copy will be published at the Government Offices intranet for employees to use.
  The work was carried out in collaboration with a specialist group in the field of project and quality management, consisting of members from all ministries. Ideas about guidebooks and information on the use of project management was furthermore gathered from ministries of the Nordic countries; Denmark, Norway, Sweden and Finland.
  The information shows that project managemenent is used mainly with projects related to information technology, although there seems to be a will to use the method more widely, something that this Guide in Project Management is intended to do. The guidebook carries out the methology of PRINCE2, like the guidebooks from the ministries contacted for the study, but the methology of PRINCE2 has in the past decades been widely used with project management in the public field in Europe. In addition, the guidebook contains forms that can be useful for projects and work procedures in the government body. Furthermore, it discusses the terminology used within project management.
  The Governmental body has shown great interest for implementing the methology of project management and the creation of the guidebook is a step towards introducing the methology to employees and to co-ordinate work procedures. The guidebook is intended to be a living document that will evolve and develop with both the increased use of project management within the governmental body and with new methods and trends.

Samþykkt: 
 • 4.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14269


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bergný_Jóna_Sævarsdottir_lokaverkefni_mpa_april_2013.pdf1.66 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna