is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > B.S. verkefni - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14270

Titill: 
  • Titill er á ensku Prevalence of gammaherpesvirus infections in foals and their dams the first year after birth
  • Þróun sýkinga með gammaherpesveirum í folöldum og mæðrum þeirra fyrsta árið eftir köstun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í hestum eru tvær tegundir af gamma-herpesveirum þekktar. Nánast allir hestar eru sýktir með EHV-2 og flestir þeirra einnig með EHV-5 og endursýkingar eru algengar. Folöld smitast á unga aldri frá móður og smitleiðin er um efri öndunarfæri. Veirurnar valda yfirleitt vægum eða engum sjúkdómseinkennum. EHV-2 er bendluð við öndunarfærasjúkdóma og augnslímhúðarbólgu. Markmið verkefnisins var að kanna tíðni gammaherpesveira í folöldum og mæðrum þeirra á Íslandi fyrsta árið eftir köstun og athuga hvenær EHV-2 og EHV-5 sýkinga verður fyrst vart í folöldum. Blóð var tekið úr 15 folöldum yfir 12 mánaða tímabil, jafnframt var blóði safnað úr mæðrum þeirra fyrstu 6-7 mánuðina eftir köstun. Keðjufjölföldun eða PCR var notað til þess að greina veiru DNA í blóði meranna og folaldanna. Vísa pör sem magna hluta úr glýkóprótein B geni og pólýmerasa geni veiranna voru fyrst prófuð en reyndust ekki henta fyrir þennan efnivið. Næmt semi-nested PCR týpu-greiningarpróf var þá prófað. Týpu-greiningarprófið fyrir EHV-2 var erfitt í aflestri og vart nothæft fyrir þennan efnivið. Á hinn bóginn reyndist EHV-5 týpugreiningarprófið vel og greindi EHV-5 hjá öllum folöldum á einhverjum tímapunkti nema hjá einu folaldi. Tíðni EHV-5 sýkingarinnar var mest á tólfta mánuði þar sem sýking greindist hjá 12 folöldum af 15. Fyrstu merki um EHV-5 sýkingar meðal folaldana komu fram í öðrum mánuði. Sýkingar varð vart hjá 6 merum af 15 á tímabilinu. EHV-5 greindist í blóði 93% folalda á fyrsta aldursári með semi-nested PCR týpugreiningarprófi og er það umtalsvert hærri tíðni en áður er þekkt.

  • Útdráttur er á ensku

    There are two gammaherpesviruses known to infect horses, EHV-2 and EHV-5. Almost all horses are infected with EHV-2 and most with EHV-5. Foals become infected at young age from their mother and the natural route of infection is through the upper respiratory track. EHV-2 and EHV-5 can co-exist within the same horse and re-infections are common. The viruses usually cause mild or no symptoms. EHV-2 has been related to keratoconjunctivitis and upper respiratory tract diseases. The aim of the study was to investigate prevalence of gammaherpesviruses in foals and their dams the first year after birth and the age at which infection can first be detected. Blood was collected from 15 foals over 12 month period and the dams the first 6-7 month after birth of the foals. Polymerase chain reaction or PCR was used to detect viral DNA in the blood of the foals and the mares. Primer pairs which amplify an area in the glycoprotein B gene and the polymerase gene were first tested but turned out not to work in this material. Sensitive semi-nested type-specific PCR was then tested. The EHV-2 type-specific assay was hard to discriminate and did not proof accessible for this material. On the other hand, the EHV-5 type-specific assay proofed to work fine and detected infection in all foals but one foal during the 12 month period. The highest prevalence was at month 12 were the infection was detected in 12 foals of 15. The EHV-5 infection was first detected among the foals at month 2. Infection was detected among 6 mares of 15 in the observation period. EHV-5 was detected in the blood of 93% of the foals the first year after birth which is higher prevalence than previously has been published.

Samþykkt: 
  • 4.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14270


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs _ritgerð.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna