en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/14274

Title: 
 • Title is in Icelandic Námsörðugleikar barna: Áhrif og stuðningur
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Lokaverkefni þetta fjallar um sértæka námsörðugleika barna. Heimildum var aflað úr bókum, fræðilegum tímaritum, lögum, reglugerðum, skýrslum, rannsóknum og af hinum ýmsu vefsíðum en einnig var aflað upplýsinga af vettvangi með upplýsingaviðtölum. Þær rannsóknarspurningar sem lagðar voru til grundvallar eru: Hvaða áhrif hafa sértækir námsörðugleikar á börn og ungmenni? Hvaða stuðningur er í boði fyrir þessi börn?
  Sértækir námsörðugleikar eru taugafræðilegar raskanir af líffræðilegum orsökum en algengasti sértæki námsörðugleikinn er leshömlun sem sjónum er beint að í þessari ritgerð. Áhrif leshömlunar eru umtalsverð og getur hún leitt til námslegra, tilfinningalegra og félagslegra erfiðleika.
  Mikil áhersla er lögð á greiningu og stuðning við börn með sértæka námsörðugleika og kemur það fram í lögum og reglugerðum grunnskóla og sveitarfélaga. Þrátt fyrir það má telja að þörf sé á aukinni og samhæfðari aðstoð þar sem mikil aðsókn er í ráðgjafamiðstöðina Sjónarhól. Börn með leshömlun þurfa á umtalsverðum stuðningi að halda á öllum sviðum. Fjölskyldan er mikilvægur stuðningsaðili og huga þarf að stuðningi við hana þar sem mikið álag getur fylgt þessari hömlun. Mikilvægt er að einstaklingar með leshömlun og fjölskyldur þeirra fái skilning, hvatningu og stuðning frá umhverfi sínu á heildstæðan hátt og telja má að félagsráðgjöf gæti sinnt veigameira hlutverki í þessum málaflokki með heildstæðri nálgun.

Accepted: 
 • Apr 5, 2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14274


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð - Ólöf.pdf518.47 kBOpenHeildartextiPDFView/Open