is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14295

Titill: 
  • Austurríska leiðin: Leið til þess að sporna við heimilisofbeldi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er 12 eininga verkefni til BA-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Heimilisofbeldi er vandamál sem erfitt getur verið að takast á við sökum þess hversu falið það er. Rannsóknir og gögn stofnana líkt og lögreglu og Kvennaathvarfsins benda þó til þess að tíðni heimilisofbeldis sé há. Árið 2011 voru samþykkt lög um nálgunarbann og brottvísun af heimili með það að markmiði að sporna við heimilisofbeldi og vernda brotaþola þess. Á grundvelli laganna hefur lögreglustjóri eða löglærður fulltrúi hans heimild til þess að taka ákvörðun um að vísa ofbeldismanni brott af heimili, eftir atvikum að fjarlægja hann af heimilinu og meina honum aðgang þangað aftur í tiltekinn tíma. Þá er heimilt að beita nálgunarbanni samhliða brottvísun af heimili ef það þykir nauðsynlegt til að tryggja hagsmuni brotaþola. Fyrirmyndin, það er að ofbeldismaðurinn sé sá sem er fjarlægður af heimilinu í stað þess að brotaþolar þurfi að leita annað, á rætur sínar að rekja til Austurríkis og er þar af leiðandi oft nefnd austurríska leiðin í daglegu tali. Ekki er þó nóg að setja einungis lög heldur verður að vinna markvisst að aðgerðaráætlunum til þess að markmiði verði náð, þannig að spornað verði við heimilisofbeldi.

Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14295


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Rut_ritgerð.pdf514.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna