is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14299

Titill: 
  • Líknardráp möguleiki á Íslandi? Aðkoma félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Læknisfræðilegar framfarir hafa orðið til þess að við lifum ekki aðeins lengur heldur lifum einnig lengur með sjúkdóma. Hins vegar eru gæði langlífis vafasöm fyrir þá sem þjást af langvarandi og sársaukafullum sjúkdómum. Sjúklingar með banvænan sjúkdóm sem sjá aðeins fram á erfiðan dauðadag gætu því óskað eftir aðstoð við að deyja vegna þess að þeir geta ekki framkvæmt verknaðinn sjálfir af sökum sjúkdómsins. Ritgerð þessi er heimildaritgerð og fjallar um líknardráp þar sem leitast er við að svara spurningunni hvort líknardráp sé möguleiki á Íslandi með aðkomu félagsráðgjafa. Litið er á sögu líknardráps, hugtakið skilgreint og rökum þeirra sem annars vegar eru með líknardrápi og hins vegar þeim sem eru á móti eru borin saman. Þá er gerð tilraun til að útskýra hvernig félagsráðgjafar, með þeirra menntun og sérþekkingu, geta tekið þátt í að meta sjúkling sem óskar eftir líknardrápi og hver staða líknardráps er á Íslandi. Niðurstaðan er sú að ekki er möguleiki á líknardrápi hér á landi vegna slæms ástands sem ríkir á spítölum landsins, því góð heilbrigðisþjónusta er forsenda líknardráps. Þó er erfitt að meta það vegna skorts á innlendum rannsóknum um líknardráp.

Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14299


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðný Rós_ritgerð.pdf551.38 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna