is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14302

Titill: 
  • Hvar er „heima“? Þriðjumenningarbörn, sjálfsmynd og úrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um þriðjumenningarbörn sem alast upp að hluta til fjarri heimalandi foreldra sinna og flytja síðan aftur heim. Lífsstíll þeirra er sérstakur, umhverfi síbreytilegt og menning þeirra er blanda af menningu heima- og búsetulands. Þau þurfa að kveðja vini, lífsstíl og staði sem eru þeim kærir. Þetta hefur áhrif á þroska þeirra, hegðun, hugsun og tilfinningar. Þriðjumenningarbörn upplifa sig „heima“ þegar þau eru með fólki sem hefur svipaða reynslu, skoðun og sýn á heiminn og þau, að öðru leyti upplifa þau menningarlegt heimilisleysi. Ávinningur af fjölbreyttu lífi þeirra er margþættur. Þau búa yfir auknu víðsýni, fordómaleysi, fjölmenningarlegri samskiptafærni, fjölbreyttri tungumálakunnáttu, aðlögunarhæfni, sjálfstæði og alþjóðaskilningi. Um leið eiga þau erfiðara með að móta sjálfsmynd sína, mynda náin og varanleg tengsl og upplifa rótleysi. Tilfinningin að vera öðruvísi en fólk í heimalandi er sterk og þeim finnst þau ekki tilheyra ákveðnum hópi og menningu. Þriðjumenningarbörn upplifa missi á flestum sviðum lífs síns en því fylgir sársauki og sorg. Sorg sem ekki hefur verið unnið úr, rugluð sjálfsmynd og rótleysi eru þarfir sem félagsráðgjafar þurfa að vera vakandi fyrir, sérstaklega innan skólakerfisins. Þörf er á almennum skilningi, námskeiðum og fræðslu um þarfir þriðjumenningarbarna hér á landi.

Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14302


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerð-krr14.pdf1.24 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna