is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14304

Titill: 
  • Lífið með MS. Andleg og félagsleg áhrif
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Fjöldi Íslendinga með MS sjúkdóminn er enn ókunnur en talið er að um 350 manns séu með hann. Sjúkdómurinn er algengastur meðal hvítra kvenna. Tilgangur heimildaritgerðarinnar er að varpa ljósi á það hvaða hlutverki félagsráðgjafar gegna og geta gegnt í vinnu sinni með fólki með MS, auk þess að gera grein fyrir aðstæðum fólks með MS og andlegri líðan þeirra eftir tilvikum. Við vinnu ritgerðarinnar var helstu heimilda aflað úr ýmsum viðurkenndum gagnagrunnum og fræðibókum. Helstu niðurstöður sýndu fram á að greining á MS sjúkdómi hefur verulega víðtæk áhrif á líf þess sem greinist. Oft á tíðum líður fólk fyrir sjúkdóminn bæði hvað varðar andlegar, líkamlegar og félagslegar hliðar daglegs lífs. Gangur sjúkdómsins er eins fjölbreytilegur og sjúklingarnir eru margir, algengt er að eftir greiningu þurfi fólk á aukinni umönnun að halda og gegnir nánasta fjölskylda þar mikilvægu hlutverki en hún er algengasti umönnunaraðilinn. Vegna menntunar sinnar og hæfni eru félagsráðgjafar vel til þess fallnir að styðja fólk með MS og fjölskyldur þeirra í gegnum hinar víðtæku breytingar sem sjúkdómurinn felur í sér. Þeir vita einnig hvaða þjónusta og úrræði eru í boði í samfélaginu og geta í samráði við fólk fundið út hvað hentar þeim best hverju sinni.

Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14304


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lifid_med_ms,ami2,ba-ritgerd,frgd..pdf773.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna