is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14306

Titill: 
  • Geðsjúkir afbrotamenn. Þjónusta og úrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Afbrotamenn sem glíma við einhvers konar geðraskanir eru ört stækkandi hópur innan réttarkerfisins. Þeir eru ýmist dæmdir sakhæfir eða ósakhæfir og eru þá annaðhvort vistaðir á réttargeðdeild eða í fangelsi. Almenn hegningarlög segja til um hvernig skuli dæma sakhæfi manna og þar skiptir geðrænt ástand á verknaðarstundu höfuðmáli. Sá brotlegi getur ekki verið dæmdur ósakhæfur ef að hann var undir áhrifum áfengis- eða vímuefna. Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvernig geðheilbrigðisþjónustu við geðsjúka afbrotamenn hefur verið háttað á Íslandi og hvað þarf að gera til þess að mæta þjónustuþörf þeirra. Niðurstaðan leiddi í ljós að aðstaða, meðferð og þjónusta á réttargeðdeild er góð og þar er vel komið til móts við ósakhæfa einstaklinga. Mikil þörf er þó á úrræðum fyrir sakhæfa geðsjúka fanga sem afplána dóm í fangelsi. Þeir virðast ekki eiga heima á almennum geðdeildum eða á réttargeðdeild og margir hverjir þurfa meiri og sérhæfðari þjónustu en boðið er upp á í fangelsum. Til að mæta þjónustuþörf þessara einstaklinga þyrfti meðal annars að fjölga stöðugildum geðlækna og annarra sérfræðinga, eins og félagsráðgjafa, í fangelsum og bjóða upp á sérstakt úrræði fyrir geðsjúka fanga sem þurfa á viðameiri geðheilbrigðisþjónustu að halda.

  • Útdráttur er á ensku

    Abstract
    There has been a steady increase in mentally ill criminals in the criminal justice system. In Iceland, these individuals are either considered fit or unfit to stand trial and are either sentenced to prison or admitted to a correctional psychiatric facility. The general criminal law determines whether people are fit to stand trial and where people serve their sentences. Judgements are based on the subject’s mental health status at the time the crime was committed and whether the criminal was under the influence of alcohol or other substances. The purpose of this essay is to examine how mental health care has been practiced in the criminal justice system in Iceland and what has to be done to fulfill the mental health needs of criminals. The conclusion indicates that mental health care in the correctional psychiatric facility is up to standard, but that mental health care for mentally ill prisoners in other correctional facilities needs improvement. These individuals don’t seem to belong in general or correctional psychiatric institutions and many need more specialized care than is available in prison. Access to mental health services for all prisoners needs to be improved. That could, for example, be done by increasing the number of positions and working hours of psychiatrists and social workers as well as creating a special facility or program for mentally ill prisoners who need more extensive treatment.

Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14306


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Geðsjúkir afbrotamenn - Þjónusta og úrræði. Diljá.pdf543.4 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna