Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14309
Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Eingöngu var stuðst við fyrirliggjandi gögn við gerð þessarar ritgerðar. Hún fjallar um sjálfboðin störf og frjáls félagasamtök út frá kenningum um félagsauð. Leitast er við að svara spurningunni hvernig má nota kenningar um félagsauð til að mæla gildi sjálfboðinna starfa. Fjallað verður um sjálfboðin störf og gildi þeirra skoðuð í ljósi kenninga um félagsauð. Einnig verður leitast við að svara því hvaðan hugmyndin um sjálfboðin störf kemur og af hverju fólk kýs að vinna sjálfboðin störf.
Hugtakið félagsauður er frekar vandmeðfarið, þar sem fræðimenn hafa ekki komið sér saman um neina eina skilgreiningu á fyrirbærinu. Fyrirliggjandi rannsóknir benda þó til þess að það væru margir kostir sem fylgdu því að samfélög væru rík af félagsauði. Einn þessara kosta var sá að meira var um að fólk væri tilbúið til að taka að sér sjálfboðin störf. Sjálfboðin störf eiga sér langa sögu viðsvegar um heiminn og hefur stór hópur af ólíku fólki tekið að sér að sinna sjálfboðnum störfum í gegnum tíðina.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA-ritgerð - Gildi sjálfboðastarfa.pdf | 787,47 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |