is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14317

Titill: 
  • Börn án fylgdarmanns í hælisleit. Staða þeirra á Íslandi og áskoranir félagsráðgjafa
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar BA-ritgerðar er að skoða stöðu barna án fylgdarmanns sem leita hælis á Íslandi. Fjallað verður um íslenska löggjöf og málsmeðferð þessa hóps hér á landi og hvernig hún samræmist Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Til samanburðar verður málsmeðferð þessara barna í Noregi og Belgíu skoðuð. Vakin verður athygli á því hvernig hægt er að tryggja réttindi barna án fylgdarmanns til samræmis við Barnasáttmálann og hvers vegna huga þurfi sérstaklega að þörfum og aðstæðum barnanna. Að lokum verður fjallað um félagsráðgjöf og þær áskoranir sem félagsráðgjafar þurfa að takast á við í vinnu með börnum án fylgdarmanns. Ritgerðin er bæði rannsóknarritgerð og heimildaritgerð. Niðurstöður benda til að íslensk lög samræmast Barnasáttmálanum ekki að fullu og réttindi barna án fylgdarmanns því ekki tryggð. Staða þessara barna er viðkvæm og því er nauðsynlegt að standa vel að málum þeirra. Félagsráðgjafar eru í góðri stöðu til að sinna þessum börnum vegna faglegrar skyldu þeirra sem leggur áherslu á mannréttindi og félagslegt jafnrétti. Með því að taka að sér hlutverk málsvara og vera meðvitaðir um eigin fordóma geta þeir stuðlað að velferð barna án fylgdarmanns og bættri stöðu þeirra í samfélaginu.

Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14317


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Anna Elísa Gunnarsdóttir_ritgerð.pdf570.53 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna