is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14322

Titill: 
 • Túlkaþjónusta og félagsráðgjöf. Upplifun og reynsla félagsráðgjafa í velferðarþjónustu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er gerð grein fyrir reynslu og viðhorfum félagsráðgjafa í vinnu með túlkum. Rannsóknarspurningar eru: Hver er upplifun og reynsla félagsráðgjafa af því að hafa túlk viðstaddan á meðan unnið er með skjólstæðingi af erlendum uppruna? Hvað er það sem þarf að leggja helstu áherslu á til þess að samvinna félagsráðgjafa og túlks sé góð?
  Rannsóknin fór fram vorið 2013 og voru tekin fjögur eigindleg viðtöl við fjóra einstaklinga sem hafa lokið námi til starfsréttinda í félagsráðgjöf. Viðmælendurnir starfa allir sem félagsráðgjafar í velferðarþjónustu og hafa reynslu af því að vinna með túlkum. Almenn ánægja ríkti meðal félagsráðgjafa í garð túlka, en allir höfðu þeir bæði jákvæða og neikvæða reynslu af því að hafa túlk í viðtali.
  Félagsráðgjafar telja mikilvægt að túlkur sé faglegur, hlutlaus og hafi ekki áhrif á það sem fer fram í viðtalinu. Með aukinni reynslu félagsráðgjafa af því að nota þjónustu túlka í viðtölum, þá eykst öryggi félagsráðgjafa og upplifun þeirra af þjónustunni verður jákvæðari.
  Menntun, reynsla og fagmennska félagsráðgjafa og túlka auðvelda samvinnu og tryggja gagnkvæman skilning fagstéttanna. Félagsráðgjafar telja að menntun eigi að vera í boði fyrir túlka á hálskólastigi sem myndi auka fagmennsku þeirra. Félagsráðgjafar telja það eigi að vera á ábyrgð túlkaþjónustufyrirtækjanna að þjálfa túlkana á viðeigandi hátt fyrir fjölbreyttan starfsvettvang. Í góðri þjálfun felst að túlkur vinni samkvæmt siðareglum túlka, hafi góð tök á íslenskri tungu og fræðilegum hugtökum, sem notast er við í fjölbreyttu starfsumhverfi félagsráðgjafa.

Samþykkt: 
 • 9.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14322


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð Nadía Borisdóttir 9.pdf635.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna