is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14326

Titill: 
  • Áhrif vímuefnasýki karla á börn þeirra og aðra fjölskyldumeðlimi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari heimildaritgerð verður fjallað um vímuefnasjúka feður og hvaða áhrif þeir hafa á börn sín og aðra fjölskyldumeðlimi. Skoðaðar verða rannsóknir og kenningar sem gerðar hafa verið á viðfangsefninu. Fjallað verður um skilgreiningar á vímuefnasýki, áfengissýki, fjölskyldu, föðurhlutverki, ofbeldi og meðvirkni. Bent verður á helstu meðferðaleiðir og úrræði. Á síðustu árum hafa rannsóknir aukist á vímuefnasýki karla og hvaða áhrif það getur haft á samband þeirra við börn sín og aðra fjölskyldumeðlimi. Niðurstöður margra rannsókna sýna að vímuefnasýki karla hefur áhrif á aðra fjölskyldumeðlimi. Vímuefnasýki þeirra getur meðal annars leitt til samskiptavanda, upplausnar á heimilinu og almennt veikt félagsleg samskipti og stöðu fjölskyldunnar (Rahgozar, Mohammadi, Yousefi og Piran, 2012). Börn vímuefnasjúkra feðra geta verið að glíma við afleiðingar neyslu föður allt fram á fullorðinsár. Í dag eru ýmis sértæk meðferðarúrræði og sjálfshjálparhópar í boði fyrir fjölskyldur vímuefnasjúka. Þar getur öll fjölskyldan fengið aðstoð fagaðila við að vinna úr afleiðingum vímuefnaneyslunnar á fjölskylduna. Helstu niðurstöður þessarar heimildaritgerðar sýndu að vímuefnasýki feðra hefur margs konar neikvæð áhrif á fjölskylduna og börn þeirra. Það kom í ljós að vímuefnasjúkar mæður og fjölskyldan í heild hefur verið meira rannsökuð en vímuefnasjúkir feður í gegnum tíðina.

Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14326


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ba-Ritgerð..pdf767.75 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna