is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14330

Titill: 
  • Menntun fyrir alla? Mikilvægi snemmtækrar íhlutunar fyrir skólagöngu og framtíð þroskahamlaðra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er fjallað um mikilvægi snemmtækrar íhlutunar fyrir skólagöngu þroskahamlaðra og hverjar framtíðarhorfur þeirra eru, sem fá snemmtæka íhlutun.
    Rannsóknir gefa til kynna að því fyrr sem íhlutun hefst, því betri árangur næst. Mikilvægt er að viðeigandi íhlutun sé beitt og sýna þau börn, sem hafa fengið einstaklingsbundna og markvissa íhlutun, mun betri árangur í vitsmuna- og greindarþroska, samskiptahæfileikum og aðlögunar- og félagsfærni, heldur en þau börn sem hafa fengið staðlaða íhlutun. Þau börn sem fá snemmtæka íhlutun eru mun sjálfstæðari og betur í stakk búin til að takast á við skólasamfélagið og framtíðina. Niðurstöður rannsókna sýna að stór hluti nemenda með þroskahömlun sem stunda framhaldssnám, fengu íhlutun og viðeigandi stuðning fyrir frekara nám. Vel ígrunduð og einstaklingsbundin íhlutun stuðlar því að aukinni menntun, en réttindi og menntun þroskahamlaðra hefur stóraukist á síðustu áratugum í flestum vestrænum ríkjum. Þessir þættir hafa aukið atvinnumöguleika þroskahamlaðra til muna og virkni þeirra í samfélaginu þar að auki.

Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14330


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Menntun fyrir alla. Mikilvægi snemmtækrar íhlutunar fyrir skólagöngu og framtíð þroskahamlaðra.pdf1.37 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna