is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14341

Titill: 
  • Gildi menntunar í lífi fullorðins fólks
Útgáfa: 
  • 2004
Útdráttur: 
  • Fjallað er um gildi menntunar fyrir fullorðna í atvinnulífi og einkalífi, og hvað hvetur fullorðið fólk til náms. Notuð var eigindleg og megindleg aðferðarfræði. Tekin voru opin viðtöl við 16 einstaklinga sem höfðu starfað um skeið með grunnskólapróf en síðan farið í frekara nám og lokið námi á háskólastigi og höfðu aflað sér starfsreynslu að námi loknu. Áhrif menntunar á laun eftir atvinnugreinum voru metin á grundvelli svara 1.350 manns úr könnun á símenntun á Íslandi.
    Gildi menntunar fyrir fullorðna virðist fólgið í möguleikum á hærri launum, betri störfum, meira atvinnuöryggi, betri og heilsusamlegri vinnuaðstæðum, virðingu í starfi og ábyrgð. Atvinnuástand og atvinnugrein getur þó haft þar áhrif á. Sumir viðmælendur töldu að í kjölfar námsins hefðu þeir frekar hlutverki að gegna utan heimilis, þeir hefðu meiri þekkingu til að takast á við vandamál fjölskyldu og daglegs lífs, áhugamálin væru fjölbreyttari, þeir töldu sig vera víðsýnni og sjálfsöryggið meira. Helstu ástæður fyrir því að fólk lagði á sig meira nám tengdust áhuga og þörf fyrir þekkingu, vilja til að sækja fram á vinnumarkaði, ósk um að finna sér hlutverk í lífinu, ósk um að vera fjárhagslega sjálfstæð(ur) og að standa til jafns við aðra og konurnar sóttust eftir auknu sjálfsöryggi. Fjölskyldan og skólakerfið geta haft hvetjandi áhrif.

Birtist í: 
  • Tímarit um menntarannsóknir 2004; 1: s. 129-143
ISSN: 
  • 1670-5548
Samþykkt: 
  • 9.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14341


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
10_johanna_jon1.pdf536.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna