is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14343

Titill: 
 • Fjarskipti í þágu menntunar
Útgáfa: 
 • 2004
Útdráttur: 
 • Tæknistutt nám býður upp á nýjar víddir í skólaumhverfinu. Í stað þess að einbeita sér að upplýsingatækninni einvörðungu þá er nú farið að beina sjónum meira að námsefninu, nýjum námsaðferðum, þjálfun kennara, samskiptum innan skólans sem og við aðra skóla, jafnt hérlendis sem erlendis. Kennarar og nemendur eru að aðlagast nýju umhverfi og áhrifum þess á námskrár, þörfum á tæknilegri aðstoð og breytingum á stjórnun innan skólanna. Þetta tekur tíma og krefst þess að kennarar læri að nýta þau tækifæri sem í boði eru, nýtt námsefni og nýja þjónustu. Nemendur verða einnig að læra að feta sig áfram í hinum nýja heimi og læra að vinna sjálfsætt, vinna markvisst
  að framförum miðað við sína getu, til þess að verða sjálfstæðir, ábyrgir og skapandi einstaklingar í framtíðinni. Það eru margar hindranir sem þarf að yfirstíga áður en upplýsingatæknin fer að skila okkur áhrifaríku skólastarfi. Fyrst ber þar að nefna viðeigandi þjálfun fyrir kennara. Þjálfunin er að færast úr því að kenna á tölvur í það að kenna hvernig hægt sé að nota þær til þess að nýta nýjar eða núverandi kennsluaðferðir á áhrifaríkan hátt. Síðan ber að nefna að aðgengi að námsefni er takmarkað og erfitt er að bjóða ólíkum einstaklingum mismunandi kennsluefni eins og krafist
  er í einstaklingsmiðuðu námi. Möguleikar fjarskipta- og upplýsingatækninnar til þess að koma til móts við aukna útbreiðslu og aðgengi að fjölbreyttu námsefni er umfjöllunarefni þessarar greinar. Í grein þessari er fjallað um kerfin EducaNext4og Snjallt námsver (e. Smart learning space2)
  en þau hafa verið þróuð í tveimur evrópskum rannsóknarverkefnum sem höfundar starfa innan. EducaNext er miðlari sem var hannaður með samvinnu háskólanna í Evrópu í huga. Þessi miðlari
  aðstoðar kennara við að skiptast á námsefni með því að geyma og leyfa fyrirspurnir um námsefnið en námsefnið sjálft er þó geymt hjá útgefendum eða höfundum. Hugbúnaðarkerfið Snjallt námsver
  sem má líta á sem framhald af EducaNext hefur það að markmiði að setja upp þróað umhverfi til endurmenntunar fyrir starfsmenn fyrirtækja. Nám í þessu umhverfi byggist á svonefndum P2P (e.
  peer-to-peer) fjarskiptum þar sem unnt er að bjóða ýmiss konar námsþjónustu. Í P2P eða það sem mætti kalla jafningjafjarskipti er efni ekki safnað á miðlægan þjón heldur geymt á dreifðan máta. Hægt verður að halda utan um mismunandi þarfir einstaklinga og hanna námsferil sem hentar hverjum og einum sem best. Grunnurinn að því að Snjallt námsver geti orðið að veruleika, er að styðjast við þekkta staðla varðandi gagnaskráningu námsefnisins, persónuupplýsingar nemenda og
  það samhengi sem nemendur vinna í eins og til dæmis starfsvettvang þeirra. Markmið greinarinnar er að vekja athygli á því að þótt hver skóli eða kennari noti sitt eigið kerfi er nauðsynlegt að hægt sé að tengja kerfin saman og að gæði þeirra jafnt sem gæði efnis sé haft í fyrirrúmi. Tímabært er að
  fjalla um samþættingu kerfanna, því námsumhverfi á Íslandi er að þróast í átt að meiri samvinnu, bæði innanlands og utan, bæði vegna hagræðingar og fjölbreyttara námsvals. Hér verður lýst nokkrum tegundum upplýsingakerfa í námi og kennslu. Þar á eftir er fjallað um hvernig haga má stöðluðum samskiptum á milli kerfanna og tekið dæmi úr Snjöllu námsveri og EducaNext.
  Helstu stöðlum og staðlahönnuðum í námsumhverfi er lýst þar næst. Í kaflanum Gæðatrygging greinum við frá því hvernig EducaNext kerfið var notendaprófað og við lýsum því hvernig
  rannsóknamiðstöð um framtíðarnám getur verið þverfaglegur vettvangur sérfræðinga og notenda.

Birtist í: 
 • Tímarit um menntarannsóknir 2004; 1: s. 19-25
ISSN: 
 • 1670-5548
Samþykkt: 
 • 9.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14343


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2_sigrun_ebba_samund1.pdf383.54 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna