Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14349
Í þessari ritgerð ætla ég að fjalla um neyðarvörn eins og hún birtist í 12. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hér eftir hgl.). Áhugi minn kviknaði fyrir þessum skrifum eftir að ég hafði valið mér að skrifa um efni innan refsiréttarins en hafði ég áhuga á fjölda viðfangsefna réttarins en stóð þó neyðarvörnin þar helst upp úr. Á þeim tíma sem ég var að finna mér efni þá sótti ég nokkur sjálfsvarnarnámskeið fyrir konur og stunda ég sjálfsvörn mér til gamans. Á öllum þeim námskeiðum sem ég hef sótt, þá nefnir kennarinn sem leiðbeinir á námskeiðinu að það séu ákveðin skilyrði fyrir því hversu langt má ganga til að verja sig þegar maður verður fyrir árás. Mikil umræða skapast þá í kringum það, fólk ber fram spurningar sem kennari getur ómögulega svarað og er áhugavert hve óljós hugmynd fólks er á þeim skilyrðum sem gæta þarf ef beitt er neyðarvörn. Þó hugmynd þeirra sé óljós, þá er samt ákveðin huglæg afstaða sem kennarinn segir að horfa þurfi til; þess að meta aðstæður hverju sinni, hvort manneskjan sé hættulegur, er hún stór og frv. Við skoðun á neyðarvarnarákvæði 12. gr. hgl. sést að ekki eru einungis hugmyndir almennings óljósar, heldur hefur ákvæðið að geyma mjög matskennd skilyrði svo að verk getur talist vera unnið í varnarskyni samkvæmt 12. gr. hgl. Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að skoða þau skilyrði sem ákvæðið setur með hliðsjón af dómaframkvæmd Hæstaréttar og fræðiritum, íslenskum jafnt sem norrænum. Í byrjun ritgerðarinnar fjallaði ég almennt um neyðarvörnina sem eina af hlutrænum refsisleysisástæðum, ákvæðið sem er að finna í hgl. og bera það saman við norrænu neyðarvarnarákvæðin. Í 3. kafla, er farið stuttlega um réttaráhrif neyðarvarnar. Í 4. kafla er sagt frá einkennum neyðarvarnar og þau skilyrði sem 12. gr. setur svo að neyðarvörn teljist lögmæt, er það þungamiðja ritgerðarinar. Í 5. og síðasta kafla ritgerðarinnar er farið yfir þegar farið er út fyrir leyfileg mörk neyðarvarnar og að lokum mun ég dregið stuttlega saman í lokaorðum ritgerðarinnar ályktanir af þeim takmörkunum sem 12. gr. setur.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Leyfileg mörk neyðarvarnar samkvæmt 12. gr laga nr. 19:1940.pdf | 467.21 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |