is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1435

Titill: 
 • Ávextir og grænmeti
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Lýðheilsustöð, Hjartavernd og Krabbameinsfélagið hvetja fólk til að borða fimm skammta af grænmeti og ávöxtum á dag. Íslendingar hafa aukið bæði ávaxta- og grænmetisneyslu nokkuð á síðustu árum en þrátt fyrir það eiga íslensk ungmenni enn langt í land með að nálgast þær ráðleggingar sem Lýðheilsustöð gefur.
  Það sem m.a. hefur áhrif á neysluvenjur barna eru fyrirmyndir þeirra. Smekkur manna er einnig misjafn og til eru rannsóknir sem benda til að matvendni sé meðfædd í sumum tilfellum. Til að læra að venjast bragði þurfa börn að smakka, þó ekki sé nema lítið, allt að tíu sinnum eða oftar á vissum mat til að venjast bragðinu og fara að þykja hann góður. Athuganir sýna að matarauglýsingar hafi áhrif á val barna á malvælum, innkaupavenjur þeirra og neyslu. Ekki er eingöngu reynt að auglýsa vörur fyrir börnum í gegnum sjónvarp heldur er markaðssetning í gegnum skólana sumsstaðar að færast í aukana. Mesta aukningin er þó í gegnum netið. Fjórði þátturinn sem nefndur verður hér er efnahagur foreldra. Vöruverð er hátt á Íslandi og því tæpast á allra færi að kaupa holl matvæli.
  Ávinningur af aukinni ávaxta- og grænmetisneyslu barna er mikill heilsufarslega. Börn eru að vaxa og þroskast og þurfa því á næringarefnunum að halda. Þar fyrir utan sýna rannsóknir fram á að ávextir og grænmeti geti komið í veg fyrir marga sjúkdóma, s.s. offitu, krabbamein og hjarta- og æðasjúkdóma. Samspil þeirra efna sem fást úr ávöxtum og grænmeti virðist skipta máli og ekki eru sömu varnaráhrif að taka næringarefnin og vítamínin í töfluformi
  Heilsufarslegur ávinningur af því að móta góðar matarvenjur barna strax frá upphafi er gríðarlegur. Við verðum því að taka höndum saman – samfélagið í heild – og fá okkur 5 á dag

Samþykkt: 
 • 28.11.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1435


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
avextirgraenmeti.pdf368.98 kBOpinnHeildartexti PDFSkoða/Opna