en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/14356

Title: 
  • Title is in Icelandic Fölir skuggar. Áhrif skilnaðar á börn, ábyrgð foreldra og samfélags
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefni til B.A. gráðu í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands verður leitast við að skoða áhrif skilnaðar á börn, sem og hugsanleg langtímaáhrif eða viðvarandi áhrif skilnaðar, sem fram geta komið á fullorðinsárum. Í ritgerðinni er einnig tekið mið af ábyrgð foreldra og samfélags gagnvart hagsmunum barna, auk þess hvaða úrræði eru í boði og hvaða félagslegir þættir hafa mest áhrif á líðan barna.
    Áður fyrr voru skilnaðir ekki jafn algengir og þeir eru í dag og sýndu eldri rannsóknir fram á að skilnaður hafði almennt neikvæð áhrif á líf barns. Margar seinni tíma rannsóknir vilja þó meina að skilnaður hafi ekki eins slæm áhrif á börn og áður var talið. Í nútíma samfélagi og eftir örar samfélagsbreytingar undanfarinna ára, eru skilnaðir mun algengari enda upplifa á ári hverju um 1000 íslensk börn skilnað. Líklegt er að margir þættir hafi haft áhrif á mismunandi niðurstöður fyrri og seinni tíma rannsókna. Sem dæmi hafa lög, sem tengjast börnum og velferð þeirra, sem og lög um forsjá foreldra, tekið miklum breytingum. Nú er mun algengara að foreldrar fari með sameiginilega forsjá og samvinna skilnaðaraðila virðist í mörgum tilvikum betri en áður. Þannig hafa ekki einungis lögin breyst heldur einnig almennt viðhorf fólks til skilnaða og framkvæmd þeirra.

Accepted: 
  • Apr 10, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14356


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Fölir Skuggar.pdf664.46 kBOpenHeildartextiPDFView/Open