is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14364

Titill: 
  • Aðstandendur Alzheimerssjúklinga: Aðstæður og úrræði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar var að kanna hvaða áhrif Alzheimerssjúkdómur hefur á aðstandendur einstaklinga sem greinast með sjúkdóminn. Auk þess voru skoðuð þau úrræði sem standa aðstandendum Alzheimerssjúklinga á Íslandi til boða og hvernig félagsráðgjafar koma að starfi með aðstandendum. Vegna hækkandi lífaldurs fjölgar þeim sem greinast með Alzheimersjúkdóm. Í dag er ríkjandi stefna að aldraðir einstaklingar búi sem lengst á heimilum sínum. Það fellur því í hlut aðstandenda aldraðra með Alzheimer að sinna umönnunarhlutverkinu. Að veita umönnun er mjög krefjandi því sjúkdómurinn hefur í för með sér ýmsar breytingar á hegðun og persónuleika. Mikilvægt er að samfélagið beini sjónum sínum að aðstandendum Alzheimerssjúklinga ekki síður en sjúklingunum sjálfum hvað varðar stuðning og úrræði fyrir þá og gegna félagsráðgjafar mikilvægu hlutverki sem stuðningsaðilar. Aðstandendur verða fyrir tilfinningalegum, líkamlegum, fjárhagslegum og félagslegum áhrifum sem hægt er að draga úr með þeim úrræðum sem standa til boða, svo sem dagþjálfanir, hvíldarinnlagnir og stuðningshópar. Félagsráðgjafar reynast vel til þess að veita ráðgjöf um viðeigandi stuðningsúrræði.

Samþykkt: 
  • 10.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14364


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aðstandendur Alzheimerssjúklinga.pdf547.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna