is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14365

Titill: 
 • Viðbrögð við kynferðisbrotum gegn börnum. Samanburður á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Efnisorð: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er til lokaverkefnis til B.A.-prófs í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Skoðaðar eru aðstæður barna sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi á Íslandi, Færeyjum og Grænlandi. Rannsóknarspurningarnar eru eftirfarandi:
  • Er munur á hegningarlögum og barnaverndarlögum á milli landanna?
  • Hvaða úrræði eru í hverju landi fyrir börn sem orðið hafa fyrir kynferðislegu ofbeldi?
  • Hvernig er málsmeðferð barnaverndarnefnda háttað þegar tilkynning berst um kynferðisbrot gegn barni í þessum þremur löndum?
  • Hvernig birtist opinber umræða í hverju landi fyrir sig?
  Skoðaðar verða kenningar sem settar hafa verið fram til að skýra kynferðisofbeldi gegn börnum, en það eru fjölskyldukenningar og félagsnámskenningar. Í tengslum við þær eru skoðuð hegningarlög og barnaverndarlög þessara landa og þau úrræði sem í boði eru. Því næst er litið á fyrirliggjandi rannsóknir og skoðuð opinber umræða um kynferðisbrot gegn börnum. Þróun úrræðanna í þessum löndum hefur verið með misjöfnum hætti en Ísland hefur verið brautryðjandi er kemur að Barnahúsi. Á Grænlandi hefur verið opnað Barnahús að íslenskri fyrirmynd en í Færeyjum er unnið að opnun þess og vonir bundnar við að það opni síðar á þessu ári. Lög landanna eru að mörgu leyti svipuð en þó er áberandi að í íslenskum lögum eru hugtök almennt skýrari og umfjöllun nákvæmari. Málsmeðferð barnaverndarnefnda er alls staðar með svipuðum hætti þó að tekið sé á málum með misjöfnum hætti. Sem dæmi má nefna er sá tímapunktur er börn verða aðilar máls.
  Umræðan er mislangt á veg komin en á Íslandi hvað lengst. Á Grænlandi og í Færeyjum hefur umræða hins vegar aukist til muna og fleiri þolendur stigið fram til að tjá sig um reynslu sína, auk þess sem fagaðilar eru meðvitaðri um rétt viðbrögð til að takmarka þann skaða sem barn hlýtur.

Samþykkt: 
 • 10.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14365


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Björgvin og Ragna.pdf786.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna