is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14369

Titill: 
  • Tímamót ástarsambandsins: Áhrif fyrstu barneigna á parasamband foreldra
Skilað: 
  • Júní 2013
Útdráttur: 
  • Tilgangur ritgerðarinnar er að skoða áhrif fyrstu barneigna á parasamband foreldra, einkenni styrkjandi þátta og leiðir til úrbóta. Tekið er mið af hinu dæmigerða tvíforeldra fjölskylduformi (e. two-parent families) sem samanstendur af föður og móður með barn eða börn. Tíðni sambandsslita er töluvert há í vestrænum samfélögum og virðist aukast á fyrstu árum eftir barneignir. Meirihluti þeirra sem stíga inn í foreldrahlutverkið í fyrsta sinn upplifa hnignun á gæðum parasambandsins í kjölfarið. Markmiðið er að skoða hvað getur haft áhrif þar á og hvað stuðli að velferð ástarsambandsins eftir þessar umbreytingar auk tilheyrandi úrræða. Niðurstöður sýna að barneignir eru sú breyting sem hefur hvað mest áhrif á parasambandið. Heilbrigð tengslamyndun, góð andleg og líkamleg heilsa ásamt jákvæðum samskiptaeiginleikum stuðla að hamingju para samfara foreldrahlutverkinu. Úrræði í formi ráðgjafar, meðferða og námskeiða hafa sýnt forvarnarlegt gildi og pör sem sækja slík úrræði virðast ná að viðhalda hamingju sinni betur en önnur eftir fyrstu barneignir.

Samþykkt: 
  • 10.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14369


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
KristinIngaJonsdottir.BAritgerd.pdf380.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna