is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14373

Titill: 
  • Afleiðingar ofbeldis á börn og einkenni ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar heimildaritgerðar er að bera saman einkenni ADHD við einkenni barna sem hafa orðið fyrir ofbeldi. Ég fjalla um fjóra flokka ofbeldis gegn börnum: líkamlegt-, kynferðislegt- og andlegt/tilfinningalegt ofbeldi ásamt vanrækslu.
    Ofbeldi hefur verulega slæm áhrif á líkama og sál barna og er því mjög mikilvægt að slíkt sé stöðvað og þolandi hljóti viðeigandi aðstoð. Rannsóknir hafa sýnt alvarlegar afleiðingar ofbeldis gegn börnum en birtingarmynd þess er misjöfn eftir tegund ofbeldis og kyni þolanda. Líðan þeirra hefur slæm áhrif á flest ef ekki öll svið lífsins, þar sem hún hefur áhrif á hegðun, sjálfsálit og lífsvilja barna. Einkenni barna sem verða fyrir ofbeldi svipa að mörgu leiti til barna með ADHD, þá sérstaklega ef litið er til athyglisbrests, óróleika og ofvirkni ásamt fylgiröskunum ADHD s.s. kvíða og þunglyndi. Í mörgum tilfellum er birtingarmynd barna með ADHD og barna sem þolendur ofbeldis svipuð. Mismunurinn er þó sá að annar hópurinn fæðist með röskun í taugaboðum en hinn hópurinn býr við eða hefur orðið fyrir ofbeldi. En afleiðingar ofbeldis eru t.d. óöryggi og vanlíðan sem orsak ýmis hamlandi einkenni sem að mörgu leiti líkjast einkennum ADHD.
    Íslenskir geðlæknar og þeir sálfræðingar sem stunda ADHD greiningar notast við greiningarkerfi Bandarísku geðlæknasamtakanna. Þar er fjallað ítarlegu um ofvirkni, athyglisbrest og hvatvísi ásamt upplýsingum um hvað þurfi að vera til staðar til þess að barn greinist með ADHD. Það sem er áhugavert við greiningakerfið er að ekkert er fjallað um áhrif þess að barn hafi orðið fyrir áfalli s.s. ofbeldi eða ástvinamissi á greiningu ADHD.
    ADHD greiningar hafa aukist töluvert síðustu ár og áratugi og þá sérstaklega
    í vestrænum ríkjum og er Ísland áberandi meðal þeirra. Ýmsir fræðimenn hafa velt því fyrir sér hvað orsaki þessa aukningu og hafa komið fram með margar kenningar varðandi það.
    Það sem er mikilvægast fyrir börn sem verða fyrir eða hafa orðið fyrir ofbeldi er að það sé bundinn endi á ofbeldið og að barninu sé veitt sú aðstoð fagaðila og aðstandenda sem þörf er á í hverju tilfelli. Þar sem birting einkenna hjá börnum með ADHD getur svipað til eða verið eins og hjá börnum sem hafa orðið fyrir ofbeldi er mikilvægt að fjalla um það. Til að fá rétta mynd af einstaka málum þarf að sjá hlutina í víðu samhengi. Skoða þarf alla umhverfisþætti og barnið sjálft. Ákveðnar kenningar og líkön í félagsráðgjöf leggja upp með heildrænni sýn í starfi og er mikilvægt að það sé til staðar þegar vanlíðan og vandamál barna eru til umfjöllunar.

Samþykkt: 
  • 11.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14373


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gunnar Gíslasson-ný.pdf489.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna