is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14377

Titill: 
  • Hæstiréttur og hálkuslysin. Um dómaframkvæmd Hæstaréttar þegar kemur að hálkuslysum vegfarenda í skilningi skaðabótaábyrgðar fasteignareiganda
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er leitast við að svara þeirri spurningu hvort dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands hafi breyst á undanförnum árum eða áratugum í málum er varða skaðabótaábyrgð fasteignareiganda. Snýr sú athugun að hálkuslysum vegfarenda við opinberar byggingar, íbúðarhúsnæði og verslunarhúsnæði.
    Gerð er grein fyrir skaðabótaábyrgð fasteignareiganda vegna líkamstjóns sem rekja má til fasteignar og eftir atvikum vanrækslu á að sinna viðhaldi hennar eða umhirðu.
    Á undanförnum árum og áratugum hafa fallið nokkrir athyglisverðir dómar, sem eru ekki endilega í beinu samræmi við framkvæmd fyrri ára. Verður því skoðað hvort framkvæmdin hafi almennt breyst og þá hvort sakarreglan hafi ef til vill verið rýmkuð í þeim málum.
    Ritgerðin er þannig uppbyggð að í kafla 2 er fjallað almennt um skaðabótaábyrgð og þau skilyrði sem verða að vera uppfyllt svo hún komi til skoðunar. Fjallað er um bótagrundvöllinn og stuttlega farið yfir þær reglur sem þar gilda. Er lögð sérstök áhersla á sakarregluna í því samhengi, enda er hún meginreglan þegar kemur að skaðabótaábyrgð fasteignareiganda hér á landi. Í kafla 3 er fjallað almennt um skaðabótaábyrgð fasteignareiganda, en sá kafli er þungamiðja ritgerðarinnar. Þar er athugað hvort dómaframkvæmd Hæstaréttar hafi breyst á undanförnum árum eða áratugum í slíkum málum og skoðaðir dómar sem varpa vonandi ljósi á það. Að lokum verður efni ritgerðarinnar tekið saman í kafla 4 og helstu niðurstöður hennar reifaðar.
    Þar sem sú spurning sem ritgerðin byggir á grundvallast að miklu leyti á dómafordæmum eru helstu dómar á sviðinu skoðaðir, en einnig koma til skoðunar dómar frá Danmörku og Svíþjóð. Er það gert til þess að bera dómaframkvæmd í þeim löndum saman við framkvæmd Hæstaréttar Íslands.

Samþykkt: 
  • 11.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14377


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hrannar-BA.pdf362.39 kBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
Hrannar-BA-forsida.pdf105.81 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna