Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14378
Í ritgerðinni er umfjöllunarefnið skuldajafnaðarréttur við aðför. Einna helst er það rannsakað með hvaða hætti skuldajöfnuður geti komið í veg fyrir að aðför nái fram að ganga. Til þess að fá svar við þeirri spurningu eru notaðar heimildir fræðimanna, lögskýringargögn, sem og dómar Hæstaréttar og héraðsdómstóla.
Áður en fjallað er ítarlega um rannsóknarefnið er umfjöllun um þær almennu reglur sem tengjast skuldajöfnuði, enda eru þær í nánum tengslum við ritgerðarefnið sjálft. Sérstaklega er vikið að skilyrðum skuldajafnaðar, enda þarf þeim vera fullnægt til þess að koma í veg fyrir að aðför nái fram að ganga.
Umfjöllun um almenn skilyrði skuldajafnaðar annars vegar og umfjöllun um þau skilyrði sem á reynir við framkvæmd aðfarar hins vegar eru nátengd. Ekki síst í ljósi þess að oftar en ekki hefur skuldajöfnuði verið lýst yfir áður en til framkvæmdar aðfarar kemur og þá gilda hin almennu skilyrði skuldajafnaðar þegar um það er fjallað hvort aðför nái fram að ganga eða ekki. Af þessum sökum getur margt af því sem fjallað er um í ritgerðinni átt almennt við um skuldajöfnuð þó að einblínt sé á dómaframkvæmdina eins og hún birtist við framkvæmd aðfarar.
Auk þessa, er samhengisins vegna fjallað stuttlega almennt um kröfuréttindi og aðför. Sérstaklega er vikið að þeim efnislegu vörnum við aðför sem gerðarþoli getur gripið til gegn réttindum gerðarbeiðanda, en undir það fellur meðal annars skuldajöfnuður.
Að lokum eru dregnar saman niðurstöður ritgerðarinnar og helstu ályktanir dregnar af dómum sem fallið hafa í tengslum við ritgerðarefnið.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA ritgerd - Bjorn Thor Karlsson.pdf | 358.46 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |