is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1438

Titill: 
  • Grunnskólabörn með raskanir á einhverfurófi : hver er staðan í dag?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er lokaverkefni okkar til BA-gráðu í viðbótarnámi við Kennaraháskóla Íslands á þroskaþjálfabraut. Viðfangsefni þessarar ritgerðar var að skoða námstilboð og þjónustu við grunnskólabörn með einhverfuröskun og hvernig henni er háttað. Skoðuð var hugmyndafræðin sem stuðst er við í starfi og lagaleg réttindi þessara barna í skólakerfinu. Við vinnslu á verkefninu öfluðum við gagna með upplýsingum úr fræðiritum auk þess sem við tókum viðtöl við fagmenn sem koma að málefnum barna með raskanir á einhverfurófinu. Viðmælendur okkar voru tveir þroskaþjálfar, kennarar, einhverfuráðgjafi og tveir sérkennslufulltrúar. Markmið okkar með þessu verkefni var fyrst og fremst að fá innsýn í nám og þá þjónustu sem þessum grunnskólabörnum er boðið upp á í dag. Við teljum að vinnan við þetta verkefni eigi eftir að nýtast okkur í starfi þar sem við hyggjumst báðar starfa á þessum vettvangi í framtíðinni.
    Samantekt okkar leiddi í ljós að réttarstaða þessara barna samkvæmt lögum er skýr og vel tryggð. Skólinn á að vera fyrir alla, burtséð frá aðstæðum barna. Hlutverk skólans er að koma til móts við þarfir hvers og eins. Hins vegar virðast skólarnir eiga mismunandi auðvelt að takast á við þessi verkefni. Einhverfusérdeildir er einn valmöguleiki fyrir suma foreldra þegar barn þeirra byrjar í grunnskóla. Þar fer fram markvisst og öflugt starf og unnið er samkvæmt viðurkenndum kennsluaðferðum sem eru við hæfi og getu nemenda. Í sérdeildunum hefur byggst upp mikil reynsla og þekking sem nýtist einnig í almennum grunnskólum.

Samþykkt: 
  • 29.11.2007
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1438


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
gblh_Lokaverkefni.pdf382.23 kBLokaðurMeginmálPDF
gblh_Lokaverkefni K.pdf55.74 kBOpinnKápa PDFSkoða/Opna
gblh_Lokaverkefni Titils.pdf35.59 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna