Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14381
Í þessari ritgerð verður skoðuð athafnaskylda eigenda, sem og umráðamanna, opinberra fasteigna til að gera ráðstafanir svo að fólki stafi ekki hætta af fasteigninni vegna hálku. Markmiðið með ritgerðinni er að komast að niðurstöðu um hvort að þróun hafi orðið á fyrrgreindri athafnskyldu á síðustu árum. Efni ritgerðarinnar verður afmarkað við líkamstjón, sem fólk getur orðið fyrir í fyrrgreindum tilvikum.
Ritgerðin skiptist í raun í tvo hluta. Í upphafi verður skoðað hvernig skaðabótaábyrgð fasteignareigenda er háttað og með hvaða hætti athafnaleysi aðila getur uppfyllt skilyrði skaðabótaréttar og valdið skaðabótaskyldu.
Í seinni hluta ritgerðarinnar verða svo skoðaðir dómar, sem fallið hafa varðandi hálkuslys í og við opinberar byggingar.Með þessari skoðun er ætlunin að komast að niðurstöðu um hvort þróun hafi orðið á kröfunni til athafnaskyldu eigenda eða umráðamanna opinberra bygginga til varnar hálkuslysum.
Til samanburðar verður gerð grein fyrir nokkrum dómum sem fallið hafa um sambærileg álitamál vegna fasteigna í einkaeigu.
Einnig verður litið til Danmerkur og athugað hvernig þessum málum er skipað þar. Í því skyni verður dönsk skaðbótalöggjöf og réttarframkvæmd varðandi sama efni skoðuð.
Að endingu verða svo teknar saman niðurstöður varðandi þróun á athafnaskyldu eigenda og umráðamanna opinberra bygginga til að varna hálkuslysum. Einnig verða tekin saman ýmis atriði, sem áhrif hafa við sakarmatið í þessum málum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
HMH_skemman.pdf | 191.4 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |