Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14396
Í réttarríki er það grundvallaratriði að unnt sé að leita úrlausnar sjálfstæðra og óháðra dómstóla, einkum um það hvort lagaheimid skorti fyrir afskiptum af réttindum manna eða hvort gengið er of langt í takmörkunum á mannréttindum. Er þetta sérstaklega mikilvægt þegar maður er borinn sökum um refsiverða háttsemi. Réttur manns til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi hefur löngum verið talinn ein af grunnstoðum réttarríkisins og er rétturinn verndaður meðal annars í 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar, 1. mgr. 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og 10. gr. Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Raunar er það svo, að í nánast öllum rituðum stjórnarskrám heims, er þessi réttur verndaður.
Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvenær sönnunargagna er aflað með ólögmætum hætti og að hvaða marki notkun slíkra gagna samrýmist 1. mgr. 6. gr. MSE um réttláta málsmeðferð. Verður sjónum aðallega beint að tilvikum þar sem sönnunargagna er aflað í andstöðu við önnur ákvæði MSE, þá einkum 8. gr. sáttmálans um friðhelgi einkalífs. Gerð verður grein fyrir þeim meginreglum sem koma til skoðunar þegar vægi ólögmætra sönnunargagna er metið og þeirri spurningu velt upp hvort einni þessara meginreglna, sannleiksreglunni, sé veitt of mikið vægi þegar sönnunargagna er aflað í andstöðu við 8. gr. MSE.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Viktor Hrafn Hólmgeirsson.pdf | 375,85 kB | Opinn | Meginmál | Skoða/Opna | |
Kápa.pdf | 128,94 kB | Opinn | Forsíða | Skoða/Opna |