is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14397

Titill: 
 • Skaðabótaábyrgð vegna líkamstjóna á sund- og baðstöðum. Beiting sakarreglunnar og sjónarmið við sakarmat
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður fjallað um sakarmat í skaðabótamálum vegna líkamstjóna sem höfðuð eru á hendur rekstraraðila sund- og baðstaða.
  Í upphafi er nauðsynlegt að gera grein fyrir helstu skilyrðum sem þurfa að vera uppfyllt til þess að almennt geti komið til skaðabótaábyrgðar. Þá verður gerð grein fyrir því hvaða bótagrundvöllur gildir um slík mál og hvaða aðferðir eru hafðar við það að meta sök tjónvalds.
  Í þriðja kafla verður farið yfir þá meginreglu sem gildir í íslenskum rétti um skaðabótaábyrgð fasteignareiganda og hvernig sakarreglunni hefur verið beitt á því sviði.
  Í fjórða kafla verður svo fjallað um skaðabótaábyrgð vegna líkamstjóna sem verða á sund- og baðstöðum. Verður þar sérstaklega litið til tveggja nýlegra dóma, annars vegar Hrd. 10. júní 2010 (646/2009) (Laugardalslaug) og hins vegar Hérd. Rvk. 3. janúar 2012 (E-1121/2011) (Sundlaug Akureyrar II). Í kjölfarið verður farið sérstaklega í þá þætti sem skiptu máli við sakarmatið í því samhengi. Reifaðir verða nokkrir danskir dómar á sama sviði til samanburðar. Í lok kaflans verður fjallað um hvernig skaðabótaábyrgð er háttað þegar kemur að líkamstjónum á náttúrulegum baðstöðum. Það verður gert með sérstakri hliðsjón af Hrd. 16. janúar 2003 (274/2002) (Bláa lónið). Þá kemur til skoðunar hvort að strangari eða vægari reglur gildi við sakarmatið hvað þessa staði varðar.
  Í lokin verða svo dregnar saman helstu niðurstöður um hvaða atriði skipti máli við sakarmatið og hvort hægt sé að draga ályktanir af dómaframkvæmd um það hvort sakarábyrgð á þessu sviði sé ströng eða væg.

Samþykkt: 
 • 12.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14397


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skaðabótaábyrgð vegna líkamstjóna á sund- og baðstöðum.pdf478.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna