is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14400

Titill: 
 • Hvernig tala leikskólastjórar um leikskólann?
Útgáfa: 
 • 2005
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar var að kanna viðhorf íslenskra leikskólastjóra til leikskólans og sýn þeirra á börn og barnæsku. Gagna var aflað með viðtölum við 60 leikskólastjóra í ólíkum sveitarfélögum á árunum 2001–2003. Við greiningu gagna var meðal annars tekið mið af skilgreiningu Bertram og Pascal á árangursríkum námsmanni (effective learner)og flokkun Lilian Katz á námsmarkmiðum. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa mynd af því hvernig íslenskir leikskólastjórar tala um hlutverk og markmið leikskólans og eru í töluverðu samræmi við markmið
  aðalnámskrár og lög um leikskóla. Leikskólastjórar setja á oddinn félagslega þætti, óformlegt nám í gegnum leik og skapandi starf. Aðrir mikilvægir þættir leikskólastarfs, eins og líkamleg og tilfinningaleg umönnun og vinna með tilfinningar, voru hins vegar sjaldan nefndir. Tvenn viðhorf
  til barnsins og barnæskunnar komu fram. Annars vegar hugmyndin um saklausa barnið sem þarf að fá að njóta barnæskunnar og þarf vernd og umönnun. Hins vegar hugmynd um barnið sem öflugan, sjálfstæðan einstakling sem er fær um að skapa og skilja umhverfi sitt og móta og skapa þekkingu í samvinnu við önnur börn og fullorðna.

Birtist í: 
 • Tímarit um menntarannsóknir 2005; 2: s. 53-67
ISSN: 
 • 1670-5548
Samþykkt: 
 • 12.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14400


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
4_johanna_kristin1.pdf309.25 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna