is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14402

Titill: 
 • Brotthvarf ungmenna frá námi og uppeldisaðferðir foreldra : langtímarannsókn
Útgáfa: 
 • 2005
Útdráttur: 
 • Í rannsókn þessari var kannað hvernig uppeldisaðferðir foreldra við 14 ára aldur ungmenna tengjast því hvort þau hafa lokið framhaldsskóla við 22 ára aldur. Rannsóknin er byggð á gögnum
  úr langtímarannsókn á áhættuhegðun reykvískra ungmenna. Þeim hluta rannsóknarinnar sem hér er greint frá svöruðu 545 þátttakendur. Þrír þættir í uppeldisaðferðum foreldra voru til athugunar: „viðurkenning“, „stuðningur“ og „hegðunarstjórn“. Þessir þættir einkenna leiðandi uppeldi. Tekið var tillit til námsárangurs ungmennanna á samræmdu prófi í íslensku við lok grunnskóla, félags- og efnahagslegrar stöðu foreldra og hvort í hlut áttu stúlkur eða piltar. Niðurstöður benda til þess að uppeldisaðferðir foreldra við 14 ára aldur ungmenna tengist brotthvarfi þeirra frá námi. Því meiri viðurkenningu foreldra og stuðning sem ungmennin töldu sig búa við 14 ára gömul þeim mun líklegri eru þau til að hafa lokið framhaldsskóla á 22. aldursári. Hegðunarstjórn foreldra við 14 ára aldur ungmennanna virðist ekki tengjast brotthvarfi þeirra frá námi að teknu
  tilliti til viðurkenningar foreldra og stuðnings. Hegðunarstjórn foreldra tengist þó brotthvarfi frá námi þegar ekki er tekið tillit til hinna uppeldisþáttanna. Því má álykta að þessir uppeldisþættir tengist brotthvarfi frá námi en viðurkenning og stuðningur tengist því sterkar en hegðunarstjórn. Framangreindar niðurstöður komu fram þegar tekið var tillit til námsárangurs ungmennanna í íslensku við lok grunnskóla, kynferðis þeirra og félags- og efnahagslegrar stöðu foreldra.

Birtist í: 
 • Tímarit um menntarannsóknir 2005; 2: s. 11-23
ISSN: 
 • 1670-5548
Samþykkt: 
 • 12.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14402


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
1_sigrun_kristjana1.pdf305.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna