is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14404

Titill: 
 • Manndráp af gáleysi í umferðinni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður leitast við að skýra gáleysishugtakið í íslenskum refsirétti með sérstöku tilliti til manndráps af gáleysi í umferðinni.
  Flestir skilja orðið gáleysi á sama hátt, það er að taka ekki nógu vel eftir eða fara ekki nógu varlega. Íslenska orðabókin segir að gáleysi sé óvarkárni og það að vera gálaus sé að vera hirðulaus eða eftirtektalaus.1 Þó fólk skilji hugtakið gáleysi nokkurn vegin á sama hátt er það ekki endilega sammála um hvenær aðili er gálaus og hvenær ekki. Þar gætir stigsmunar á sem rekja má til persónulegs mats hvers og eins okkar á hegðun og aðstæðum. Það er því áhugavert að skoða hvernig íslenskir dómstólar túlka gáleysi einstaklings og hvaða marki eftirtektarleysið eða óvarkárnin þarf að ná svo hann megi teljast hafa sýnt gáleysi, þ.e. hvaða stigi gáleysið þarf að ná svo það megi teljast refsivert.
  Í Stóru íslensku orðabókinni um málnotkun er gálaus akstur nefndur til útskýringar á því að vera gálaus.2 Flest umferðarlagabrot eru framin af gáleysi og þegar fréttir berast af manndrápi af gáleysi kemur umferðaslys gjarnan upp í hugann. Það er því nærtækt og áhugavert að velja mál sem varða umferðina þegar reynt er að skilja betur hvernig dómstólar meta gáleysi og til að þrengja ramman ennfrekar, mál er varða dauðsföll af gáleysi í umferðinni.
  Hér verður leitast við að skýra gáleysishugtakið eins og það birtist í íslenskum refsirétti með áherslu á mál er varða banaslys í umferðinni. Fyrst verður stuttlega gerð grein fyrir saknæmisskilyrðum í íslenskum rétti. Þá verður fjallað almennt um gáleysishugtakið og hvernig það skiptist í stórfellt og einfalt gáleysi. Til frekari útskýringar á hugtakinu verða mörk gáleysis skoðuð og hvar þau liggja á milli lægsta stigs ásetnings og óhappa eða tilviljunar. Einnig kannað hvort leyfilegt sé að refsa fyrir gáleysi í sérrefsilögum. Í lok ritgerðarinnar verður dómaframkvæmd sérstaklega rannsökuð með tilliti til þess hvernig gáleysi er metið í hverju máli fyrir sig. Skoðað verður hvernig heildstætt mat á gáleysi fer fram og verður litið til dóma þar sem ýmist er sakfellt fyrir stórfellt gáleysi, einfalt gáleysi, mál þar sem gáleysi var ekki um að kenna og sýknað er og að lokum hvort einhver breyting hefur orðið á gáleysismati í gegnum tíðina.

Samþykkt: 
 • 12.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14404


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gudrun_Mist_ritgerd.pdf319.5 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna