is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1441

Titill: 
 • Útkall rauður : sjálfboðastarf hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg
Námsstig: 
 • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um rannsókn sem gerð var vorið og sumarið 2007 um hvað liggur að baki þeirri ákvörðun fólks að ganga til liðs við björgunarsveit eða slysavarnadeild hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu.
  Rannsóknin var tvíþætt. Annarsvegar megindleg rannsókn sem var netkönnun meðal félaga Landsbjargar sem voru á netfangaskrá félagsins í janúar 2007. Rúmlega fjögur hundruð tóku þátt í könnuninni og voru þátttakendur á öllum aldri, athygli vakti góð þátttaka eldri félaga.
  Hins vegar var framkvæmd óformleg eigindleg rannsókn með stuttum viðtölum við átta einstaklinga sem koma að félaginu með ýmsum hætti. Var reynt að velja viðmælendur eftir aldri, kyni og búsetu.
  Niðurstöður þessarar rannsóknar voru síðan metnar og leiddu í ljós mismunandi niðurstöður. Ástæður þess að fólk býður sig fram til sjálfboðastarfa hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu geta verið af fleiri en einni ástæðu. Þó voru gildismat, sem stendur fyrir fórnfýsi og ósérplægni þess sem býður fram vinnu án þess að fá greitt fyrir hana, skilningsþörf, sem stendur fyrir sjálfboðastarfi tengdu áhugamálum og fagmennsku, aðalniðurstöður netkönnunarinnar. Niðurstöður viðtalanna voru hinsvegar að vinir og vandamenn hefðu mikið að segja við ákvörðunina um að starfa í björgunarsveit eða slysavarnadeild, sem flokkaðist undir félagslega þörf í könnuninni.
  Nýta má niðurstöðurnar til að reyna að höfða betur til þessara ástæðna við nýliðun í björgunarsveitir eða slysavarnadeildir.

Samþykkt: 
 • 13.12.2007
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1441


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
HJonsson_Ritger.pdf439.45 kBLokaðurHeildartextiPDF