Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14410
Í ritgerð þessari verður leitast við að varpa ljósi á þau áhrif sem 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu hefur haft á vernd tjáningarfrelsis að íslenskum rétti. Í upphafi verður gerð grein fyrir aðdraganda að lögfestingu Mannréttindasáttmálans hér á landi og endurskoðun á mannréttindakafla stjórnarskrár Íslands. Í þessu sambandi er mikilvægt að glöggva sig á réttarheimildarlegri stöðu sáttmálans og dómafordæma Mannréttindadómstóls Evrópu. Því næst verður fjallað um heimilar takmarkanir á tjáningarfrelsinu með sérstakri áherslu á skilyrðið um nauðsyn í lýðræðisþjóðfélagi. Í tengslum við það verða raktir dómar Mannréttindadómstóls Evrópu þar sem meginreglur sem hann hefur mótað á þessu sviði koma fram og helstu dómar Hæstaréttar um tjáningarfrelsið skoðaðir í því ljósi. Að lokum verður fjallað um þrjá áfellisdóma í kærumálum gegn íslenska ríkinu fyrir Mannréttindadómstól Evrópu sem allir voru uppsprettur heitra umræða um tjáningarfrelsið í íslensku samfélagi.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Sigurlaug Ritgerð.pdf | 368,68 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |