is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14422

Titill: 
 • Hvernig mæla á hugsmíðar með erlendum mælitækjum : þýðing og staðfærsla á spurningalistum og prófum
Útgáfa: 
 • 2005
Útdráttur: 
 • Markmiðið með því að þýða og staðfæra mælitæki, til dæmis spurningalista eða próf, er að
  útbúa mælitæki sem aflar upplýsinga um hugsmíð með sama hætti í þýðingarlandi og frumútgáfa
  mælitækisins gerir. Ákveðnar próffræðilegar forsendur þarf að uppfylla til að það sé mögulegt. Í
  fyrri hluta greinarinnar er fjallað um próffræðilíkan sem dregur þessar forsendur fram en í síðari
  hluta er vinnuferli við þýðingu og staðfærslu lýst. Próffræðilíkanið er notað til að skilgreina
  nákvæmlega markmið með þýðingu og staðfærslu mælitækja og hvaða forsendur þurfa að vera til
  staðar svo að vel takist til. Líkanið hjálpar jafnframt við að draga fram afleiðingar af hnökrum eða
  ónákvæmni í þýðingu og skýrir um leið tilgang og mikilvægi ákveðinna verkhluta. Í síðari hluta greinarinnar verður ferlinu, þ.e. verkþáttum við þýðingu og staðfærslu á mælitækjum, lýst. Þessir verkþættir eru: Undirbúningur, þýðing og aðlögun texta, endurbætur, stöðlun (ef við á) og útgáfa.
  Byggt er á almennt viðurkenndu verklagi en hér er reynt að draga fram sjálfstæði verkþátta með skýrari hætti en áður hefur verið gert. Fjallað er stuttlega um verkþættina og þeir skilgreindir með það að markmiði að þeir sem þurfa að þýða og staðfæra mælitæki fái raunhæfar forsendur til að skipuleggja vinnuferlið.

Birtist í: 
 • Tímarit um menntarannsóknir 2005; 2: s. 69-81
ISSN: 
 • 1670-5548
Samþykkt: 
 • 15.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14422


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
5_sigurgrimur1.pdf308.64 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna