is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Rafræn tímarit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14424

Titill: 
 • Mótun skólastarfs : hver er hlutur kennarans?
Útgáfa: 
 • 2006
Útdráttur: 
 • Stjórnun og rekstur grunnskóla á Íslandi færðist frá ríki til sveitarfélaga árið 1995. Sú ákvörðun
  var hluti af víðtækari stefnumörkun um dreifstýringu sem finna má í grunnskólalögunum frá 1995.
  Í rannsókn frá 2001 var könnuð afstaða skólastjóra til þessara breytinga og leiddi hún í ljós mikla
  ánægju með þær. Önnur rannsókn var gerð árið 2003 og þá var kannað viðhorf skólastjóra, kennara
  og fulltrúa foreldra í fjórum grunnskólum til þessara mála. Niðurstöður voru svipaðar og í fyrri
  rannsókninni. Þó lýstu kennarar í tveimur skólum, í stórum fræðsluumdæmum með tiltölulega
  öflugar fræðsluskrifstofur, áhyggjum yfir því í hve ríkum mæli fræðsluyfirvöld reyndu að hafa
  áhrif á áherslur í störfum þeirra. Kennararnir í þessum skólum voru einnig ósáttir við hversu lítil áhrif þeir hefðu á stjórnun skólans og starfshætti. Í ljósi þessara niðurstaðna var gerð ný rannsókn þar sem kastljósinu var beint að viðhorfum kennara til þess hver áhrif þeirra væru á starfsemi skóla. Spurningalisti var sendur til 750 kennara úrtaks vorið 2005. Niðurstöður benda til þess að talsverður munur sé á því hvernig kennarar meta faglegt sjálfstæði síns skóla annars vegar og eigið faglegt sjálfstæði hins vegar. Niðurstöður leiða einnig í ljós að kennarar vilja almennt hafa meiri áhrif á ákvarðanir sem teknar eru í skólum þeirra. Einnig kemur fram að kennarar telja að kröfur til þeirra hafi aukist verulega á undanförnum árum.

Birtist í: 
 • Tímarit um menntarannsóknir 2006; 3: s. 12-24
ISSN: 
 • 1670-5548
Samþykkt: 
 • 15.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
2_amalia_borkur_olafur1.pdf593.65 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna