Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14428
Kröfuréttindi eru þeim kostum gædd að þeim er ætlað að líða undir lok fyrr eða síðar. Gerist það vanalega með því að skuldari efni skyldu sína gagnvart kröfuhafa. Þó geta fleiri ástæður staðið til þess að kröfréttindum ljúki. Þar á meðal er heimild manns til að gera upp tvær eða fleiri kröfur með skuldajöfnuði.
Þegar kröfum lýkur með skuldajöfnuði er vikið í verulegum atriðum frá almennum reglum kröfuréttarins um efndir kröfu. Er markmið þessarar ritgerðar að kanna hvers eðlis skuldajafnaðaraðgerðin er. Í því samhengi er gerð grein fyrir tveimur höfuðkenningum um efnið, greiðslukenningu og fullnustukenningu. Með þessum kenningum hafa verið sett fram mismunandi sjónarmið um það, hvað raunverulega á sér stað þegar lýst er yfir skuldajöfnuði. Nánar tiltekið er álitaefnið það, hvort í yfirlýsingu um skuldajöfnuð felist greiðsla á kröfu gagnaðila eða fullnusta á eigin kröfu.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BAtextiThi.pdf | 267.44 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |