is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14437

Titill: 
  • Áhrif óbeinna hagsmuna á afmörkun aðildar í stjórnsýslurétti
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður inntak hugtaksins „aðili máls“ skoðað með áherslu á þýðingu óbeinna hagsmuna á afmörkun aðildar. Lítið hefur verið skrifað um þýðingu óbeinna hagsmuna í íslenskum rétti og verður því að miklu leyti stuðst við álit umboðsmanns Alþingis og úrskurði og ákvarðanir stjórnvalda og ályktanir dregnar af þeim. Markmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á það hvers konar óbeinir hagsmunir geti verið grundvöllur aðildar að stjórnsýslumáli og hvað aðskilur þá hagsmuni frá öðrum almennum hagsmunum af úrlausn máls.
    Fyrst verður hin almenna skilgreining aðildarhugtaksins skoðuð, þ.e. þær skilgreiningar sem koma fram í athugasemdum með frumvarpi er varð að stjórnsýslulögum og skrifum fræðimanna.
    Næst verður fjallað um hvernig aðild er afmörkuð í vafatilvikum. Greint verður á milli beinna og óbeinna hagsmuna en það er helst þegar síðarnefndu hagsmunirnir koma til skoðunar að vafi um aðild er til staðar. Þá verða rakin þau sjónarmið sem koma til skoðunar í slíkum vafatilvikum, þ.e. sjónarmiðin um að aðili þurfi að eiga lögvarða, sérstaka og verulega hagsmuni af úrlausn máls.
    Að lokum verður skoðað helstu flokka mála þar sem óbeinir hagsmunir hafa komið til skoðunar við afmörkun á aðild.

Samþykkt: 
  • 15.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14437


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Gabrella Unnur_ritgerð.pdf785,3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna