is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14441

Titill: 
 • Áhrif alþjóðasamnings um afnám alls kynþáttamisréttis á íslenskan rétt. Með hliðsjón af norrænum rétti
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Þann 21. desember árið 1965 samþykkti allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna alþjóðlegan samning um afnám alls kynþáttamisréttis. Samþykkt samningsins var einstök að tvennu leyti. Í fyrsta lagi því að samningurinn var samþykktur nánast einróma og í öðru lagi vegna þess að stofnað var í fyrsta sinn til eftirlitskerfis á vegum Sameinuðu þjóðanna.
  Mismunun á grundvelli kynþáttar og þjóðernisuppruna tekur sífellt á sig nýjar birtingarmyndir. Í nýlegum athugasemdum eftirlitsnefndar með samningnum um afnám alls kynþáttamisréttis kemur fram að stofnað hafi verið netsamfélag á Íslandi sem hafi gefið sig út fyrir að vera á móti Pólverjum. Til að samningurinn um afnám kynþáttamisréttis hafi þýðingu er ekki nægilegt að lögbundin mismunun sé afnumin heldur verður löggjöfin jafnframt að vera til þess fallin að draga úr óbeinni mismunun. Á síðari árum hefur mismunun á grundvelli þjóðernisuppruna einkum birst í því að einstaklingar sem tilheyra umræddum hópum búa við bágari félagslegar aðstæður og eru síður menntaðir. Í ljósi þessa er mikilvægt að slíta ekki umræðu um kynþáttamisrétti frá efnislegum réttindum á borð við efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi.
  Í þessari ritgerð er kappkostað að varpa ljósi á inntak og þýðingu alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um afnám alls kynþáttamisréttis við lagasmíð hér á landi og túlkun íslenskra laga í dómaframkvæmd. Einnig er fjallað stuttlega um beitingu samningsins í annarri norrænni dómaframkvæmd og eru tveir dómar reifaðir í því samhengi.
  Samningurinn um afnám alls kynþáttamisréttis hefur verið fullgiltur af hálfu Íslands en ekki lögfestur. Í þessari umfjöllun er leitast við að sýna fram á að þörf sé á heildstæðri löggjöf með stoð í samningnum, að því er varðar mismunun á grundvelli kynþáttar, þjóðernis og uppruna. Fjallað er um stöðu útlendinga og þjóðernisminnihlutahópa á Íslandi, bæði í skiptum við hið opinbera og einkaaðila. Að endingu er athugað hvort lögfesting samningsins geti bætt stöðu útlendinga hér á landi svo og hvort róttækari aðgerða sé þörf í formi lagasetningar.

Samþykkt: 
 • 15.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14441


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Elísabet Ingólfsdóttir BA ritgerð.pdf309.68 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna