is Íslenska en English

Grein

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Ráðstefnurit >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14457

Titill: 
  • Úr sérúrræði í almenna skólastofu : virknimat og stuðningsáætlun sem verkfæri í skóla án aðgreiningar
Útgáfa: 
  • 2012
Útdráttur: 
  • Skóli án aðgreiningar er yfirlýst menntastefna hérlendis en grunnskólakennarar lýsa yfir áhyggjum af því hvernig eigi að
    takast á við hegðunarvanda í almenna skólaumhverfinu. Hér verður lýst hvernig hægt var að mæta þörfum 8 ára nemanda með langvarandi hegðunarerfiðleika sem leitt höfðu til ákvörðunar um að hann myndi alfarið stunda nám í námsveri í stað almennu skólastofunnar hjá umsjónarkennara 1. Gert var virknimat til að kanna áhrifaþætti á hegðunarerfiðleikana í skólastofunni og framkvæmd einstaklingsmiðuð stuðningsáætlun með hvatningarkerfi sem fól í sér stighækkandi viðmið um frammistöðu til að ýta undir sjálfstæði nemandans. Endurteknar mælingar samkvæmt
    AB einstaklingsrannsóknarsniði sýndu að truflunum af hálfu nemandans fækkaði að meðaltali úr 43 í tvær í 20 mínútna athugunarlotum og námsástundun í kennslu hjá umsjónarkennara jókst úr 69% í 95% að meðaltali. Árangurinn náðist á nokkrum vikum og varð til þess að hætt var við áform um tilfærslu nemanda í námsver. Umsagnir kennara og nemanda 6 mánuðum eftir inngrip benda til langvarandi áhrifa.

Birtist í: 
  • Ráðstefnurit Netlu : Menntakvika 2012
Samþykkt: 
  • 19.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14457


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
002.pdf435.17 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna