is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1448

Titill: 
  • Kennsluhættir í íslenskum og finnskum skólum
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verða kynntar aðalniðurstöður eigindlegrar rannsóknar á kennsluháttum í íslenskum og finnskum grunnskólum. Tuttugu og fjórir kennarar lýstu aðstæðum sínum og athöfnum í viðtölum, og þátttökuathuganir voru gerðar í sjötíu kennslustundum. Sérstaklega var leitast við að kanna hvað einkennir helst kennsluhætti í sex íslenskum og fjórum finnskum grunnskólum og það skoðað út frá því hvernig kennarar undirbúa kennslu sína, hvernig þeir kenna og hvert hlutverk nemenda er í kennslustundum.
    Í niðurstöðum kemur fram að ríkjandi kennsluhættir bæði hjá íslensku og finnsku kennurunum sem tóku þátt í rannsókninni eru fremur hefðbundnir. Íslensku kennararnir hafa sumir stigið skref í átt til breyttra kennsluhátta. Finnsku kennararnir beita fjölbreyttari kennsluaðferðum en þeir íslensku og virðast meðvitaðri um notkun þeirra. Bæði hjá íslensku og finnsku kennurunum voru námsbækurnar mjög stýrandi í kennslunni. Þá styðjast finnsku kennararnir mikið við kennsluleiðbeiningar en það gera íslensku kennararnir miklu síður. Samstarf og samvinna er miklu meiri hjá íslensku kennurunum. Allir íslensku kennararnir voru í samstarfi við samkennara sína. Oft snérist það um skipulag en í sumum tilfellum einnig um faglegan undirbúning kennslunnar. Íslensku kennararnir halda sig fremur til hlés í kennslustundinni en þeir finnsku og hafa sig ekki eins mikið frammi. Bæði hjá íslensku og finnsku kennurunum höfðu nemendur fremur lítið um nám sitt og starf að segja.
    Þess er vænst að rannsóknin auki skilning á kennsluháttum, starfi kennara og hlutverki nemenda. Hún er innlegg í umræðu um skólastarf og nýtist vonandi til umbóta á þeim vettvangi.
    Lykilorð: Undirbúningur kennslu, samvinna kennara, samstarf kennara, hlutverk kennara, hlutverk nemenda, kennslustundir.

Samþykkt: 
  • 9.1.2008
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/1448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokagerð ritgerðar.pdf958,83 kBOpinnRitgerðin - heildPDFSkoða/Opna