is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14487

Titill: 
  • Niðurhal Íslendinga á sjónvarpsseríum: Viðhorf og atferli
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tölvutækni og nettengingar eru stöðugt að þróast og því fylgja nýir möguleikar fyrir einstaklinga til að nálgast sjónvarpsseríur. Í ljósi þess þá þótti höfundi áhugavert að gera rannsókn á viðhorfi Íslendinga til niðurhalsþjónustu þar sem þeir gætu halað niður bandarískum sjónvarpsþáttum strax daginn eftir að þeir höfðu verið sýndir í Bandaríkjunum.
    Einnig var markmið rannsóknarinnar að skoða núverandi atferli Íslendinga þegar kemur að löglegu og ólöglegu niðurhali á bandarískum sjónvarpsþáttum, þ.e. hve umfangsmikið það er og hvers vegna Íslendingar niðurhala sjónvarpþáttum með ólöglegum hætti.
    Gerð var megindleg rannsókn í formi spurningarkönnunar. Notast var við hentugleikaúrtak meðal nemenda Háskóla Íslands. Niðurstaða rannsóknarinnar var að þó að Íslendingar hafi áhuga á niðurhalsþjónustu þá var það verð sem þeir voru tilbúnir að borga fyrir hverja sjónvarpsseríu lágt og vel undir því sem gengur og gerist. Umfang ólöglegs niðurhals var að meðaltali um 3 þættir á viku.

Samþykkt: 
  • 24.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14487


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sverrir Sigurðsson - MS lokaritgerð.pdf943.27 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna