is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14488

Titill: 
  • Miðlun torfleifa, frá endurgerðum til tilgátuteikninga
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi er 30 eininga (ECTS) lokaverkefni til MA-gráðu í safnafræði við Félags- og mannvísindadeild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi er Sigurjón Baldur Hafsteinsson, dósent við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands.
    Mikil aukning hefur átt sér stað á fornleifauppgröftum og hafa ýmsir aðilar leitast við að miðla fornleifum á uppgraftarstað. Fornleifauppgreftir fela hins vegar í sér mikla röskun á fornleifum og oft verður lítið sem ekkert eftir við uppgrefti. Einnig hefur torf þá eiginleika að það eyðist með tímanum og varðveitist almennt illa þegar það kemur upp á yfirborðið við fornleifauppgrefti. Hefur þetta því áhrif á þá möguleika sem eru til staðar þegar kemur að miðlun torfrústanna.
    Í ritgerðinni er ætlunin að varpa ljósi á mismunandi miðlunarleiðir á jarðfundnum torfhúsarústum á Íslandi og þau álitamál sem sprottið hafa upp um miðlunarleiðirnar. Hér verður fjallað um tilgátuhús, endurbyggingu rústa, yfirbyggingu rústa og forvörslu og verða tekin dæmi um þessar miðlunarleiðir. Einnig verður fjallað um þrívíddartækni og hvað hún hefur fram að færa við miðlun fornleifarústa. Þessar miðlunarleiðir hafa allar kosti fram að færa en eru ekki lausar við annmarka. Ýmis álitamál eru uppi um sérhverja miðlunarleið og verður komið inn á þau. Eitt álitamálið er varðveisla á áþreifanlegum og óáþreifanlegum menningararfi, en illmögulegt er að varðveita hvor tveggja í einni og sömu rústinni.

Samþykkt: 
  • 24.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14488


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vala Gunnarsd_MA.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna