is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14496

Titill: 
 • Mannauðsstjórnun meðal iðn- og þekkingarfyrirtækja
 • Titill er á ensku Human Resource Management practices in manufacturing and knowledge-based firms
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið með þessu verkefni er að kanna hvort það sé munur á nýtingu mannauðs í iðn- og þekkingarfyrirtækjum á Íslandi. Mannauðsstjórnun getur verið yfirgripsmikið viðfangsefni. Til að útskýra betur fræðileg viðmið viðfangsefnis verkefnisins er fjallað um nokkra mikilvæga fræðilega þætti í þekkingu og mannauðsstjórnun. Gert er grein fyrir þekkingu, leyndri og ljósri þekkingu, hvað eru iðn- og þekkingarfyrirtæki, mannauðsstjórnun og þá helstu þætti sem falla þar undir; starfsmannastefnu, hvernig ráðningarferlinu er háttað, hvernig starfsmat og frammistöðumat er nýtt, hvernig nýliðafræðsla fer fram, hvernig er umbunað starfsmönnum og hvað er fyrirtækja-menning. Skoðað er hvernig ofangreindir þættir eru hjá iðn- og þekkingarfyrirtækjum. Síðan er gerður samanburður á milli helstu áherslna með tilliti til starfsmannastefnu, starfsmats, frammistöðumats, ráðningarferlis, nýliðafræðslu og þekkingar milli fyrirtækjanna. Gerð var eigindleg rannsókn, þar sem tekin voru hálfopin viðtöl við fimm starfsmannastjóra, hjá bæði iðn- og þekkingarfyrirtækjum. Niðurstöður leiddu í ljós að starfsemi fyrirtækjanna eru ólík og því eru ferlarnir ekki eins.
  Mannauðsstjórnunarferlið er ólíkt milli iðn- og þekkingarfyrirtækjanna. Það virðist sem þekkingarfyrirtækin hafi svipað ferli. Annað iðnfyrirtækið var ekki með starfandi mannauðsstjóra og því er ferlið að ráðningum fremur ólíkt hinu. Einnig var nýliðafræðsla ólík meðal iðnfyrirtækjanna. Þrátt fyrir að munur sé á ferlum iðn- og þekkingarfyrirtækjanna þá virðist sem það hafi ekki áhrif á starfsemi þeirra sem virðist ganga vel. En spurning er hvort auka mætti framleiðni og gæði með markvissari áherslum á mannauðsstjórnun og efla þannig samkeppnisfærni. Það er greinilegt að iðnfyrirtækin eru með hefðbundnara starfsmannahald. En þekkingarfyrirtækin eru með markvissari mannauðsstjórnun.
  Rannsóknarspurning þessa verkefnis er: Hver er munurinn á iðn- og þekkingar-fyrirtæki? Er munur á ráðningu, þjálfun, menningu og umbum? Ef það er munur, hefur það áhrif á mannauðsstjórnunarferlið?
  Lykilorð: Mannauðsstjórnun – þekkingarfyrirtæki – iðnfyrirtæki – ráðning.

Athugasemdir: 
 • Ritgerð lokuð í 3 ár skv. fyrirmælum frá deild og kennslusviði.
Samþykkt: 
 • 26.4.2013
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/14496


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_ritgerð. María Ben..pdf702.31 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna