Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14498
Því hefur verið haldið fram að verðtryggingin geri það að verkum að leiðni peningastefnu Seðlabanka Íslands virki ekki sem skildi. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort að verðtryggingin hafi í raun áhrif á leiðni peningastefnu og er leiðni hér á landi borin saman við leiðni í Chile, sem er annað land sem hefur verðtryggingu, og leiðni í Evru samstarfinu.Til að byrja með er kenningum um leiðni peningastefnu lýst en þær skiptast í peningamagnskenningar og lánakenningar auk þess sem eiginleikar vaxtarófsins eru útskýrðir. Að lokum er ECM líkan metið þar sem kannað er hvort að breytur líkansins séu samþáttaðar og skammtíma og langtíma samband þeirra metið. Niðurstöðurnar benda til þess að ekki sé mikill munur á leiðni stýrivaxta Seðlabankans hvort heldur sem horft er á óverðtryggða vaxtarófið eða það verðtryggða.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Leiðni_peningastefnu_Seðlabanka_Íslands.pdf | 791.12 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |