is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/14501

Titill: 
  • Aðgreining á viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi
  • Titill er á ensku Separation between commercial and investment banking
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er aðskilnaður viðskipta- og fjárfestingabankastarfsemi í Bandaríkjunum, löndum tengdum Evrópusambandinu og á Íslandi. Fjallað verður um hvaða helstu kostir og gallar geta leynst í slíkum aðskilnaði í skýrslum og ákvæðum sem gerðar hafa verið. Fyrst og fremst ber að nefna Glass-Steagall lögin, sem var hálfgerður brautryðjandi á þessu sviði. Lögin voru samþykkt í kjölfari heimskreppunnar miklu árið 1929, þegar áhættusamar fjárfestingar og spákaupmennska fór úr böndunum. Lagabálkar sem kenndir eru við Gramm-Leach-Bliley og Dodd-Frank hafa síðan í kjölfarið tekið við af Glass-Steagall lögunum. Skýrsla Liikanen sem gefin var út af Evrópusambandinu haustið 2012, svipar til Glass-Steagall laganna. Skýrslan fetar nýja braut, þar sem ekki hafði áður verið krafist aðskilnaðar í lögum hjá Evrópusambandinu. Þá verður athyglinni beint sérstaklega að Íslandi, þar sem útgefnar skýrslur í kjölfar fjármálahrunsins 2008, verða teknar fyrir og greindar. Leitað verður svara út frá fyrrgreindum lögum og skýrslum um það hvort rétt sé að aðskilja þessar tvær ólíku tegundir af starfsemi á Íslandi. Að lokum verður fjallað um þann freistnivanda sem getur átt sér stað þegar auðvelt aðgengi stjórnenda er að innstæðum viðskiptavina og hvað ber að varast.

Samþykkt: 
  • 26.4.2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14501


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Maríanna Valdís Friðfinnsdóttir.BS.pdf492.12 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna