Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14502
Í þessari ritgerð skoðar höfundur greiðslu barnabóta, rakin verður saga þeirra frá upphafi og til dagsins í dag. Skoðað verður hvaða tilgangi þær þjóna og hvaða skilyrðum þarf að uppfylla til að fá þær greiddar. Breyting á fjárhæðum barnabóta verður rakin frá árinu 2006 til ársins 2013. Greiðslur á barnabótum eru ekki eins á Norðurlöndunum og er því markmið þessarar ritgerðar að skoða hvar munurinn liggur á milli landanna.
Öll Norðurlöndin greiða barnabætur til fólks með börn á framfæri og er markmið þeirra alls staðar það sama. Markmið bótanna er að veita stuðning fyrir fjölskyldufólk til að það geti veitt barni sínu allar þær nauðsynjavörur sem barnið þarf fyrir daglegar athafnir og þarfir.
Niðurstöður leiddu í ljós að hjón og sambúðarfólk fær fjárhagslega mesta stuðninginn með börnum sínum í Danmörku af Norðurlöndunum og þann minnsta í Finnlandi. Mesta stuðninginn fá einstæðir foreldrar í Noregi og þann minnsta í Svíþjóð.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Erla_Þórarinsdóttir_BS.pdf | 696,97 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |