Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/14504
Hér eru teknar saman skýrslur og aðrar ritsmíðar sem unnar hafa verið í verkefninu „Áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands“. Skýrslan er samsett af yfirliti yfir verkefnið og 8 viðaukum sem eru m.a. skýrslur og greinar sem þegar hafa verið skrifaðar um ákveðna þætti þess og ekki þótti ástæða til að skrifa upp aftur í eina samfellda skýrslu. Saman gefa yfirlitið og viðaukarnir heildayfirlit yfir verkefnið. Í viðaukum eru auk þess framvinduskýrslur verkefnisins og samningur milli þáverandi iðnaðarráðuneytis og Háskóla Íslands um fjármögnun þess og framkvæmd.
Verkefnið „Áætlun um ferðamennsku á miðhálendi Íslands“ miðar að því að afla vísindalegra gagna sem notuð yrðu í stefnumótun fyrir ferðamennsku á miðhálendinu þannig að hægt væri að setja fram áætlun um hvernig nýta ætti miðhálendið til fjölbreytilegrar útivistar og ferðamennsku án þess að gengið sé á auðlindina. Verkefnið var unnið undir stjórn Önnu Dóru Sæþórsdóttur og Rögnvalds Ólafssonar við Háskóla Íslands í samvinnu við og með stuðningi Ferðamálastofu og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins (áður iðnaðarráðuneytis).
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Áætlun_ferðamennsku_Lokaskýrsla-3.pdf | 14,71 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |