en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/14507

Title: 
  • Title is in Icelandic Hriktir í stoðum. Hvaða aðferðum beita stjórnendur í heilbrigðisþjónustunni til að halda uppi góðum starfsanda á tímum niðurskurðar?
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Íslenska heilbrigðiskerfið hefur aldrei staðið frammi fyrir jafn miklum niðurskurði og hagræðingu og nú. Gæðum og öryggi heilbrigðisþjónustunnar hefur verið stefnt í uppnám vegna mikillar skerðingar á framlögum til heilbrigðismála. Það hefur haft aukið álag á starfsfólk og haft minni þjónustu í för með sér.
    Tilgangur rannsóknarinnar var að rannsaka hvort og þá hvað stjórnendur í íslenska heilbrigðiskerfinu eru að gera til að viðhalda góðum starfsanda á tímum niðurskurðar og óvissu.
    Þessi rannsókn, sem er eigindleg, felur í sér að talað var við níu manns úr heilbrigðisgeiranum. Þeir voru spurðir út í starfið, viðhorf til starfsins og starfsánægju. Viðtölin voru síðan greind og fundið út hvað stjórnendur gera til að létta andrúmsloftið á vinnustaðnum.
    Niðurstöðurnar benda til þess að stjórnendur sinni ekki þessum þætti sem skildi, þeir reyna að hafa sveigjanleika í störfum svo að auðvelt er að skipta á vöktum og fá frí. Meira virðist ekki vera gert af hálfu stjórnenda til að viðhalda góðum starfsanda á vinnustaðnum.
    Niðurskurður er viðkvæmt mál sem nauðsynlegt er að sé vel ígrundaður. Taka þarf tillit til mannauðsins í öllu ferlinu þar sem uppsagnir og breytingar á vinnuhögum fólks skilur það oft eftir í óvissu og óöryggi. Viðmót stjórnenda í garð undirmanna sinna er mjög mikilvægt til að halda uppi góðum starfsanda og stappa stálinu í starfsfólkið á tímum óvissu. Farið er yfir mikilvæg skref til að viðhalda góðum starfsanda í fyrirtækjum þrátt fyrir niðurskurð og þessi skref eru síðar borin saman við svör viðmælenda rannsókarninnar. Að auki er könnun SFR um stofnun ársins höfð til hliðsjónar til að ákvarða hvort stjórnendur í heilbrigðisgeiranum fari eftir þessum stöðlum.

Accepted: 
  • Apr 29, 2013
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/14507


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Hriktir í stoðum_Lokaskjal.pdf1.35 MBOpenHeildartextiPDFView/Open